sunnudagur, nóvember 02, 2008

Raunir 71

Þessa dagana eru það að mestu tilfinningarnar sem ráða.
Þær eru eins kaótískar og þær geta verstar verið
en hæst rís þó kvíðinn.

Ég hef í raun ekki alveg fullan skilning á því sem er að gerast
en ég skil samt mætavel hvaða áhrif það er að hafa á mitt líf
þó svo ég viti engan veginn hvað mun gerast í framtíðinni.

Ég er reið, sár og mér svíður óréttlætið.
Ég er hrædd, vonlítil og svekkt.
Verst er þó að vera svona ráðalaus.
Hvað get ÉG gert?
Hvað get ÉG lagt lagt af mörkum?

Ég hef að sjálfsögðu margt til að vera þakklát fyrir.
T.d. stefnir ekki í að ég missi íbúðina mína,
ég á góða dóttur,
fékk frystingu á bílalánið ( fékk þó ekki að skila druslunni)
og fullt af pasta og dósamat í skápunum.
En ég hef ekki alla fjölskylduna mína,
ég get ekki þakkað fyrir þá blessun að öllum mínum líði vel
og að þeir og maður sjálfur hafi heilsuna.
Það hefur ýmislegt gengið á
og þetta var alveg til að toppa það.
Ég sé meira að segja fram á upplausn og sambandsslit
þar sem að ástandið kemur sér einkar illa núna
og hefur sett allt í eitt allsherjar fokk.

En hvernig fer með vinnumál á næstu mánuðum?
Kem ég til með að verða áfram í góðum málum?
Glutrast það litla sem maður á niður með ruglinu
og þarf ég þá eina helv... ferðina enn að byrja upp á nýtt?

Ég er bara engan veginn að nenna því ef ég á að vera hreinskilin.
Líklegast bara lúxusvandamál - (klósettpappírsleysi og þess háttar)
það getur vel verið.
En ég er alveg búin að fá minn skammt
af alvöru vandamálum líka og erfiðleikum líka.
Þessi áratugur er búinn að vera hreinræktuð drulla á mínum bæ.
Ég má alveg vera reið.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú hefur mín kæra fullan rétt á að vera reið. Passaðu bara að hún sé ekki komin til að vera. Öll él....og allt það....(ég veit, ég veit) Bestu kveðjur í bæinn. Gulla Hestnes

9:36 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Elskan - hættu að hlusta á dómsdagsspár og bölmóð. Fjölmiðlar þrífast best á endalausu svartsýnisrausi og nauðsynlegt að halda sig sem lengst frá þeim ef andinn er ákveðinn í að láta þá hafa áhrif á sig.
Það sem ÞÚ getur gert er að passa upp á sjálfa þig :) ... ekki vera reið, það breytir engu sem orðið er... ég skal redda þér skeinipappír og sígó í vetur...
Knúúúús, Fía

12:28 f.h.  
Blogger Blinda said...

Ég veit Gulla......
sem betur fer er ég ekki fastheldin á fýluna.

Takk Fía mín - vissi að ég gæti stólað á þig ;-)

10:21 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú mátt alveg vera reið. Það er hægt að taka tilfinningar eins og reiði, sorg og stress og virkja á jákvæðan hátt.

2:25 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

upp með húmorinn

11:06 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home