laugardagur, nóvember 15, 2008

Raunir 79

Það er lítið annað að gera núna
en að leyfa sér að gráta.

Gráta alla sem ég hef misst á einu ári,
enda eiginlega kominn tími á það.

Byrjaði á leiðinni frá Keflavík,
tók svo smá leikþátt í vinnunni -
en get nú leyft mér að halda áfram.

Mér finnst lífið hart, frekt og óréttlátt.
Langar mest að öskra,
það bara hefur ekkert upp á sig
en gráturinn hreinsar.

Svo snýtir maður sér
réttir úr bakinu
og heldur áfram.

Það skal koma betri tíð.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Elsku kjeddlingin, ég græt með þér, en það kemur betri tíð, sannaðu til. Kær kveðja, Gulla Hestnes

1:57 e.h.  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Knús og enn stærra knús til þín.

5:02 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það á bara ekki lifandi af þér að ganga en kannski er botninum náð. Ég vona allavega að allt gangi þér í haginn.

8:47 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það kemur betri tíð. Vonandi fljótt... Knús!

10:12 e.h.  
Blogger Blinda said...

XXX

10:27 f.h.  
Blogger SHAR said...

krútta mín, það koma svona dagar... en það koma líka margir góðir dagar...

4:38 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home