mánudagur, nóvember 10, 2008

Raunir 77


Þá er búið að negla farardag á "útlendinginn".

Þurfum víst að rífa okkur upp eldsnemma á rassgatinu
næstkomandi laugardagsmorgunn
og henda honum í vél.

Ekki beint eins og við höfðum sér þetta fyrir okkur
en svona er bara lífið stundum
maður fær ekki alltaf allt sem maður vill.

Framtíðin leiðir svo í ljós
hvernig málin æxlast.

Það er helvíti skítt þegar efnahagsástand landsins
er líka farið að rústa samböndum
sem og fjárhag heimilanna.

Ef við hefðum bara vitað.



7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Fjarbúð er leiðinleg, og vonandi komist þið yfir þennan hjalla. Þið eigið það skilið. Kær kveðja Gulla Hestnes

9:45 e.h.  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Fjarbúð er ekki það skemmtilegasta né auðveldasta en hún á það til að ganga upp:)

9:58 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst bara komin tími til að þú fáir það sem þú vilt!!! Svei mér þá....kv. ÁÁ

10:19 f.h.  
Blogger Meðalmaðurinn said...

Bara hafa þetta eins og í rómantísku myndunum, hoppa með honum upp í vél og treysta á guð og lukkuna... og ástina!

2:59 e.h.  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

veistu-mér líst ekkert illa á meðalmanninn og hans uppástungu:)

3:40 e.h.  
Blogger Syngibjörg said...

go for it Linda.... lífið er fullt af ævintýrum.

11:38 e.h.  
Blogger Blinda said...

Þið eruð svo krúttleg.......og rómantísk.
En maður æðir ekki út í atvinnu og heimilisleysi eftir fertugt ;-)

12:12 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home