föstudagur, nóvember 28, 2008

Raunir 84

Mér finnst það mikið þroskamerki
þegar að stálpaður unglingurinn minn segir:

"Það eina sem mér finnst leiðinlegt
við að nota brúnkukrem
í staðinn fyrir að fara í ljós,
er að það koma ekki freknur af kreminu"

Hvað ætli hafi verið gólað og grenjað yfir freknunum
á tilteknum tíma í gelgjuskapnum......
meðan að mamman reyndi árangurslaust
að segja henni að þær væru fallegar?

Ætli hún sé ekki bara að fullorðnast krakkinn.......
svona pínulítið....

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert ekki ein um þetta vandamál. Ein minn heitelskuðu dætra er rauðbirkin mjög og sést á gerfihnattamyndum ef hún fer í sólbað, þessi elska. Sama hvað ég segi henni af hinu gagnstæða þá finnst henni bara freknur ekki sætar:)

3:57 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Um leið og freknurnar mínar birtast er komið vor. Þær voru taldar hraustleikamerki í mínu ungdæmi, en núna finnst mér þær flottar.---Elsku Linda, við hjónin erum búin að snúa 140 fermetrunum við+kössum í bílskúrnum. Uppúr krafsinu fannst ekki frökenin. Ef hún finnst (hún er hér einhversstaðar) verður hún send með hraðpósti. Kær kveðja í bæinn.Gulla Hestnes

11:13 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu ég fékk sjokk, fór inná dindla.blogspot.com og allt var tómt þar, fór að spá hvort Linda hefði pakkað saman blogginu og við sæumst aldrei meir ..
Iss..
Ekki ætla ég að tjá mig um þroskastig þar sem ég hlæ ennþá þegar einhver togar í puttann á mér tíhíhí

Prumpublöðru barn

11:21 e.h.  
Blogger Blinda said...

Elsu Gulla mín. Í Guðanna bænum ekki fara að snúa heimilinu á hvolf vegna þessa. Takk samt kærlega fyrir að vera svona yndisleg. Þetta reddast einhvernveginn.
Knús og kossar.

9:43 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home