fimmtudagur, febrúar 05, 2009

deearr-raunir

Doktor Phil
hefur oft á tíðum reitt mig til reiði
með alhæfingum
og vasabókarsálfræði
ásamt yfirplasteraðri eiginkonu
sem heldur því fram
(líkt og Michael Jackson)
að hún hafi ekki stundað lýta-aðgerðir
og brosir svo strekkt og vitlaus
framan í heiminn.

þabbasonna.

En eitt er það sem kaddlinn sá hefur sagt
sem að ég er svo fullkomnlega sammála.
hann segir:
"Þú leysir ekki vandamál innan hjónabandsins
með því að leita út fyrir hjónabandið"

Ergo: Framhjáhald leysir engan vanda.

Nú hef ég horft á hjónabönd vina minna,
ásamt mínu eigin,
hrynja niður og verða að engu
vegna þess að einhverjum fannst grasið grænna
hinumegin.

Eftir sitja sárir einstaklingar
sem áttu þetta ekki skilið
og höfðu ekki hugmynd um
að makinn þjáðist af "grasleysi"

Oftast..........
því miður
eru þetta karlmenn á miðjum aldri
sem vakna upp í "ruglinu"
þó svo að ég þekki líka lesbíur í sömu aðstöðu.

Mig langar helst að "bitch-slappa" þessa aðila
og segja þeim að skammast sín.
Wake up asshole og lærðu að meta það sem þú átt.

En því miður
finnst þjóðfélaginu
þetta bara allt í fína
og samþykkja vitleysuna.
"Þetta er bara lenska " segja þau.
Skítt með fórnarlömbin........
börnin og fjölskyldurnar.

Skamm, segi ég
og megið þið fávitafífl bíta gras það sem eftir er
og fá af þvi heljarinnar skitu.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Bíddu bíddu ... ertu ekki á er.is (barnalandi)? Ef þig langar að pæla í Dr.Phil og ræða framhjáhald þá er það algjörlega issjúið. Skráðu þig inn á er.is og þú lendir í hressandi umræðum með mörgum frábærum stelpum.

En ég skil ekki hvað þú ert að tala um þjóðfélagið. Hefur "þjóðfélagið" einhverjar skoðanir yfirleitt? Þjóðfélagið er bara samsafn einstaklinga. Ef eitthvað er þá heyrist mér fólk almennt stöðugt vera að bísnast yfir einkalífi ókunnra eða vina sinna og hafa skoðanir á því, frekar mikil íhaldsemi í gangi almennt finnst mér.
Þjóðkirkjan (ef hún hefur einhverjar skoðanir á annað borð en hún er allavega partur af þjóðfélaginu því næstum allir eru í henni) er allavega ekkert hress með framhjáhöld. En kemur yfirleitt einhverjum við hverjum fólk sefur hjá eða ríður ekki (fullt af hjónum og sambýlisfólki lifir ekki kynlífi). Er það ekki bara einkamál eða tveggjamál og þarf það endilega að skipta svo miklu máli? Er ekki eitthvað annað að hjá fólki en gredda út í nágrannana? Kannski er bara issjúið að fólk skilur almennt "of seint" eða að það hengir sig of mikið í að makinn ruglast aðeins á rúmum. Vilji annar skilja og noti framhjáhald til að sýna það er það kannski smá bjánaleg leið en stundum verður fólk bara hreinlega ástfangið af nágrannanum og þá er lítið við því að gera. Það kemur einfaldlega fyrir að tvær giftar manneskjur (eða önnur í sambandi og hin ekki) hitta hvor aðra og samtímis fer hjónaband eða tvö sambönd í vaskinn. Ömurlegt ýmislegt í kringum það en þannig er lífið og betra að fara en að vera óhamingjusamur. Vandamál margra kvenna í kringum mig er að þær eru of ósjálfstæðar. Hafa síðan á unglingsárum verið "konur einhvers" og aldrei fókuserað almennilega á sjálfar sig sem vitsmunaverur með eigin langanir og metnað, pæla bara í útlitinu og heimilinu og kallinum, sem síðan pakkar saman einn daginn. Margar geta engann veginn tæklað að vera ekki lengur frú X og það er þeirra stærsta problemo.

P.S. Afsakaðu ritgerðina en sjáumst endilega á er.is!

8:39 f.h.  
Blogger Blinda said...

Mér finnst einhvernveginn eins og þú hafir lesið eitthvað annað en það sem stendur í pistlinum mínum......en það getur verið vitleysa í mér. Við erum a.m.k. ekki sammála, það er á hreinu.

Ég færi aldrei inn á barnaland...hef enga þörf fyrir það né ástæðu.

En......má ég spyrja, hver ert þú og hvernig stendur á því að þú ert hér inni? Bara forvitni.

(Þjóðfélagið/samfélagið er einmitt byggt upp af fólki sem almennt virðist hafa sömu skoðun og þú á framhjáhaldi þannig að "you proved my point" takk fyrir það.)

9:08 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Æi hvað ég held að Rósa F þurfi að bæta aðeins við sig í þroska eða bara fara köldu leiðina og lenda í þessu sjálf. Það er margsannað að þau hjónabönd sem reyna að yfirstíga vandamálin og kveikja neistann aftur ná fram meiri hamingju en þau sem stökkva uppý næsta ból um leið og eitthvað bjátar á. En síðan er náttúrulega gamla klausa...Undantekningin skapar regluna. En 80% lenda því miður illa út úr fagra grasinu hinumeginn.

Stínsi

10:13 f.h.  
Blogger inga hanna said...

ég hef lent í þessu Linda - og er alveg sammála, það er ömurlegt, tillitslaust og óafsakanlegt á allan hátt. það er ekki til að leysa neinn hnút, en heggur kannski á hann á vissan hátt, því við viljum jú ekki vera bundnar þeim sem bera ekki meiri virðingu fyrir okkur en þetta!

8:04 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þekki ekki málið af eigin raun, en mín trú er þessi: Framhjáhald á ekki að líðast. Ef grasið er grænna hinu megin þá þarf að ganga frá málum á sinukantinum fyrst. Gamaldags? So be it! Kærust kveðja Gulla Hestnes

10:36 e.h.  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

þú kemur þér alltaf vel að punktinum mín kæra og ég er þér sammála eins og oft áður. Og ef að það teljist undir íhaldssemi að vilja vera í hjónabandi, skv.fyrsta kommenti, án framhjáhalds þá er ég fullkomnlega sátt við íhaldið en ekki framhjáhaldið.
Vonandi hefurðu það bara gott mín kæra-ég sá þig á msn í gær en datt ekki til hugar að trúbbla:) Ég kasta á þig kveðju næst.

5:36 f.h.  
Blogger Blinda said...

Þið skiljið mig mæðgur og þetta er nákvæmlega það sem ég er að meina.

Finnst orðið hræðilegt að horfa upp á hvern vininn á fætur öðrum fara í gegnum þetta helvíti sem framhjáhald er, því það væri þó skárra að gera hreint fyrir sínum dyrum á "sinukantinum" og loka því máli áður er hoppað er upp í hjá nýju og svo jafnvel haldið áfram mánuðum saman að snuddast í makanum samhliða viðhaldinu. Það er eitthvað sem flestir sem reynsluna hafa eiga verst með að sætta sig við eftir að allt hitt er um garð gengið.

Sé þig á tjattinu swany ;)

10:30 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home