sunnudagur, febrúar 15, 2009

brettaraunir

Einu sinni fór ég á snjóbretti.

Þetta var á Akureyri
og ég var stödd þar í skíðaferðalagi
með 40 unglingum í gleði.

Ég er ansi lunkin á skíðum
og hélt að þetta brettadæmi
yrði nú ekki mikið mál.
Little did I know.

Ég hef aldrei á ævi minni
dottið eins oft og eins svakalega
og þennan dag.
Ég hentist um í stórkostlegum loftköstum
og lenti svo í hinum undarlegustu stellingum.
Þurfti svo að brölta á fætur með miklum tilfæringum
því það er alls ekki auðvelt að reisa sig við í þessari aðstöðu.

Það var samt mikið hlegið allan daginn
því þetta var auðvitað alveg hræðilega fyndið.
En þegar að 6 ára pollar
þutu framhjá mér af miklu öryggi
þar sem ég rann aumkunnarverð áfram um 1 metra
og flaug svo eina ferðina enn á hausinn,
leið mér eins og aumingja.

Daginn eftir var ég ónýt.
Ég gat ekki hreyft einn einasta vöðva í líkamanum
og það þurfti að hjálpa mér upp í rútuna.
Samstarfskona leiddi mig svo heim að dyrum
og mér var hjálpað ofan í heitt bað.

Ég var frá vinnu í 3 daga.

Hef ekki farið aftur á bretti.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home