Morgunraunir
Vaknaði við súran algebru draum
og því ööööörlítið þversum.
Reis þó upp með tilheyrandi braki og brestum
(í skrokk - ekki rúmi)
og lullaði í átt að svefnherbergisdyrunum.
Á leiðinni dúndraði ég litlu tánni í rúmfótinn.
Ái!
Hökti blótandi inn á bað
og létti á mér........
Frábært - enginn klósettpappír!
Lufsaðist, orðin vel úrill núna
inn í ískalt eldhúsið
og hellti vatni fyrir tvær krúsir á kaffivélina.
Ekki til kaffi nema fyrir eina krús í pokanum
og ekki hægt að hella vatninu af vélinni.
Æði,
Spurning um þunnt kaffi, eða ekkert kaffi.
Hellti höfrum og vatni í skál
og inn í örbylgjuna.
Orðið heldur lágt í kanilsykurskönnunni.
Greip sykurpokann og hellti varlega í könnuna,
úps, stór köggull skellur á opinu
og sykur fer um allt gólf.
Næ fussandi og sveiandi í handkústinn
og bogra því næst við að sópa upp sykri.
Fæ þá skyndilega þennan svaka sting í mjóbakið,
æpi upp yfir mig og rykki mér uppréttri,
en skell þá með hnakkann í opinn eldhússkápinn
og fæ rosa kúlu.
Á meðan á öllu þessu stendur
gubbast hafragrauturinn allur upp úr skálinni
og út um allan örbylgjuofn,
því ég gleymdi að slökkva á honum.
Sit nú svöng með bólgna tá,
kúlu á hausnum,
sykur undir tánum......
ónærð og óskeind,
með þynnsta kaffi í heimi.
Velkomin á fætur.
og því ööööörlítið þversum.
Reis þó upp með tilheyrandi braki og brestum
(í skrokk - ekki rúmi)
og lullaði í átt að svefnherbergisdyrunum.
Á leiðinni dúndraði ég litlu tánni í rúmfótinn.
Ái!
Hökti blótandi inn á bað
og létti á mér........
Frábært - enginn klósettpappír!
Lufsaðist, orðin vel úrill núna
inn í ískalt eldhúsið
og hellti vatni fyrir tvær krúsir á kaffivélina.
Ekki til kaffi nema fyrir eina krús í pokanum
og ekki hægt að hella vatninu af vélinni.
Æði,
Spurning um þunnt kaffi, eða ekkert kaffi.
Hellti höfrum og vatni í skál
og inn í örbylgjuna.
Orðið heldur lágt í kanilsykurskönnunni.
Greip sykurpokann og hellti varlega í könnuna,
úps, stór köggull skellur á opinu
og sykur fer um allt gólf.
Næ fussandi og sveiandi í handkústinn
og bogra því næst við að sópa upp sykri.
Fæ þá skyndilega þennan svaka sting í mjóbakið,
æpi upp yfir mig og rykki mér uppréttri,
en skell þá með hnakkann í opinn eldhússkápinn
og fæ rosa kúlu.
Á meðan á öllu þessu stendur
gubbast hafragrauturinn allur upp úr skálinni
og út um allan örbylgjuofn,
því ég gleymdi að slökkva á honum.
Sit nú svöng með bólgna tá,
kúlu á hausnum,
sykur undir tánum......
ónærð og óskeind,
með þynnsta kaffi í heimi.
Velkomin á fætur.
5 Comments:
Plís vertu að ýkja. Og njóttu dagsins!
neiii-ekki góður dagur á þínum degi. Ég vona að það hafi ræst úr honum, fall er fararheill og allt það? Ég óska þér þeirra bestu dagsrests sem um getur!
Æ,æ mín kæra, en njóttu dagsins samt sem áður. Kær kveðja, Gulla Hestnes
Gvööööð hvað það er gott að vita að ég er ekki ein um að eiga stundum svona daga.
Nei Kristín - var ekki að ýkja.... en jú takk alle sammen - það rættist nú úr deginum og ég varð ekki fyrir fleiri skakkaföllum.
Ester, átt þú svona daga líka? Mikið gleður það mig einnig ;)
Skrifa ummæli
<< Home