sunnudagur, febrúar 22, 2009

Trúmennskuraunir

Í júlímánuði í fyrra
(fyrir 7 mánuðum)
var það ekki landflótti
sem kom upp í hugann
þegar ég velti fyrir mér
að flytja til Danmerkur.

Það var fyrst og fremst ástin sem togaði
og sú staðreynd
að mig hefur alla tíð langað
að búa annarsstaðar en á Íslandi,
fara í nám sem ekki er í boði hér,
en hef ekki haft frelsi til þess fyrr en núna.......

eða.......
Þannig var staðan í júlí í fyrra.

Það eina sem hélt aftur af mér á síðasta ári
var tryggð mín við núverandi vinnuveitanda
sem ég taldi mig vera skuldbundna,
þó svo að ég sé ekki samningsbundin
og hafi aldrei skrifað undir neitt.
Ég virði bara einfaldlega mín loforð,
hvort sem þau eru munnleg eða skrifleg
og fannst ég ekki geta hlaupist undan merkjum.

Ég hafði ekki, frekar en aðrir
hugmynd um í hvað stefndi
og nú sit ég í súpunni.

Ef ég hefði flutt út í ágúst í fyrra,
hefði ég getað selt íbúðina mína á góðu verði,
losað mig við bílinn áður en hann varð glæsikerra
gengið beint inn í vinnu í Kaupmannahöfn,
þar sem töluverð eftirspurn var eftir fólki í minni stétt
og sest á skólabekk í janúar.

Núna er ég föst á Íslandi,
komin í eigna og skuldafjötra,
íbúðin ekki sölu- né leiguhæf
bíllinn orðin myllusteinn um hálsinn á mér
og engin lengur atvinnutækifærin úti.

Ég er með innilokunarkennd
ásamt því að lifa í stöðugu óöryggi.

Stundum borgar sig ekki að vera of tryggur og trúr.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

heyrðu heyrðu heyrðu,
afsakanir afsakanir
það sem maður reyndi að koma þér úr landi.... en þá var afsökunin vinnan o.fl...
nú er það íbúðin ofl...
hættussu og drullaðu þér út, þetta reddast, svoleiðis er það bara
ble Fía

5:37 f.h.  
Blogger Blinda said...

Alltaf ertu svo pen í stuðningnum besta mín.
Þarf örugglega á þér að halda til að finna út úr þessu - eins og er er höfuðið á overload og ég fæ ekkert nema skítaniðurstöður. Þú gast þetta um árið þegar ég seldi - geturðu gert svona aftur? :)

2:18 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home