fimmtudagur, mars 12, 2009

peningaraunir

Samkvæmt "Tækninni að verða ríkur"
er ég búin að vera í ruglinu
nánast frá fæðingu.
Ekkert skrítið að maður sé blankur.....

En mér finnst þetta rosaleg vinna
að ætla að fara eftir þessari trú
og veit ekki hvort ég hafi hreinlega orku til þess.

Verð því líklegast bara blönk áfram
og glöð eftir því....... nei, andskotinn.

Ætli maður verði ekki að láta á þetta reyna.

Draga andann djúpt......
og svo obbosí! -
og útí....

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Danmörk? Kveðja Gulla Hestnes

10:23 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Tæknin að verða ríkur? Varstu nokkuð að lesa Hannes Hólmstein?
Ég trúi ekki á tækni til að verða ríkur. Bara á kraftinn sem býr í sérhverjum manni og alltaf hef ég haft tröllatrú á búmerang-kenningunni sem má líka orða sem svo uppsker sem sáir osfrv. Og það mikilvægasta af öllu: að vera ríkur, það er ekki að eiga fullt af peningum.
Er ég væmin og asnaleg? So be it.

11:53 f.h.  
Blogger Blinda said...

Nubb.... ekki svo gott gulla - er að reyna að "hugsa rétt"

kristín - þetta er reyndar svolítið þannig... efnið í heiminum - hugsun þín og allt það...og staðreyndin er ....að fátækt elur af sér óhamingju, hversu vel giftur eða barnmargur þú ert - ef þú ert ekki heilagur og ef að þú ert bara manneskja. peningar skapa ekki hamingju, en skortur skapar ótrúlega óhamingju - believe me.... I know - en samt ekki misskilja mig, er barnið mitt það dýrmætasta sem ég á ;)

9:31 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

líst mér á þig - hélt ekki að þú mundir nenna að hlusta á þetta...
þetta er reyndar lengi að síast inn, erfitt að kenna gömlum hundi og allt það... en ætli manni sé ekki bara hollt að læra að gera hlutina öðruvísi, hitt draslið hefur hvort eð er ekki virkað
Fífí

6:33 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home