mánudagur, mars 30, 2009

Tjúllipúlliraunir

Er eitthvað óttalega tæp á tjúllinu þessa dagana.
var nánast alla helgina undir sæng
og ríghélt í bókina sem ég var að lesa.
Sem betur fer var það American Gods
þannig að mér leiddist ekki á meðan.

Securitas segja að hægt sé að fá bílinn afhentan
ef þú skilur hann eftir í þeirra umsjá
á meðan þú ert erlendis -
er þá hægt að biðja um að fá hann ekki afhentan?

Ég þjáist af ýmiskonar óskiljanlegum kvillum
eins og t.d. fitu
og ósjálfráðum kippum í líkamanum.
Á líka erfitt með að sofna
og enn erfiðara með að vakna á morgnana,.
held ég sé komin á kellinguna
svei mér þá......
búin að panta tíma hjá lækni.

Núna eru þrír mánuðir liðnir
frá því að ég hárhreinsaði á mér skrokkinn síðast
fyrir utan handakrikana
þeir eru svo "in the open"
og er því komin nokkuð nálægt
náttúrugyðjunni í sjálfri mér.
Phhhíííjúúúh.
Mér finnst þetta svooo ekki smart -
en það sér mig enginn bera nema ég
svo hví ekki að skera niður notkun á lúxusvörum
svona rétt á meðan ástandið varir.

Er með Dominic nunnulagið
ENDALAUST á heilanum!
Ekki pleasant.
Fólki finnst ég skrítin
mér finnst ég bara ljót, feit og gömul.
Það hlýtur að líða hjá
ásamt hormónaröskuninni.

Mig langar í kisu
en ætla ekki að fá mér svoleiðis.
brennt barn og allt það stöff.

Dominic....anic, anic
Il parcourt l'Europe a pied,
Scandinavie au Provence
Dans la sainte pauvrete.........

4 Comments:

Blogger Stormadís said...

Óþarfi að taka það fram að mér finnst þú hvorki ljót,feit né gömul.

Ég set bara eitt knús á þig ! Og takk fyrir gott blogg

HAM baby

8:04 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Er komin yfir hormóninn, langar rosalega í kisu og elska nunnulagið.Við erum skrítnar...en flottar! Kærust kveðja. Gulla Hestnes

11:11 e.h.  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Æi það er vont að finnast maður vera með ljótuna-en þá er líka gott að eiga fólk að sem sér ekki það sem þú sért og segja það sem því finnst:MÉR FINNST ÞÚ FALLEG OG FLOTT KONA:)

8:17 e.h.  
Blogger Blinda said...

Kiss kiss vitleysingakonur ;)

10:57 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home