þriðjudagur, mars 24, 2009

Ammlisraunir

Þá er maður orðinn árinu eldri.
Fór í gegnum það nokkuð áfallalaust
og hélt m.a.s. af því tilefni heljarinnar skrall.
Fann hins vegar tilfinnanlega fyrir aldrinum daginn eftir.
Ekki í boði lengur að skrallast til 7 á morgnana
jafnvel þó það sé í heimahúsi.

En þetta var hin ljúfasta skemmtun
og gestirnir voru yndislegir og skemmtilegir í alla staði.
Gáfu mér meira að segja pakka!!
Mér finnst gaman að fá pakka.

Samskipti mín við útlendinginn eru frekar döpur þessa dagana
þar sem að ekki er hægt að liggja í símanum til útlandsins
og ekkert er skype-ið eða msn-ið í tölvuleysinu.
Það er ekki að gera mikið fyrir tilhugalífið.
Oh well.

Mér finnst árferðið erfitt
og þarf að berjast við að halda geðinu uppi.
Öryggisleysi og innilokunarkennd er að fara með mig
og ég er voðalega oft blá eða þá pirruð.
Gaman að því......

Veit ekki hvað ég er að baula hérna inni
hef í raun ekkert að segja.
ætli það sé ekki bara þessi vanalega hreinsun -
betra úti en inni segja þeir.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með afmælið mín kæra, en þú átt að láta vita fyrirfram. Ég á bráðum, og ætla að láta vita af því áður og fá afmælissönginn á réttum tíma, og hana nú. Gott að heyra að þú skemmtir þér vel, og veistu? vorið er að koma og þá verður allt bjartara. Kærust kveðja. Gulla Hestnes.

10:10 e.h.  
Blogger Stormadís said...

Til hammo með ammó :)

Skinkubarn

10:01 e.h.  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Mér finnst þú alltaf jafn yndisleg-árinu eldri eða þá blá eða pirruð. Alveg satt:)

2:02 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home