laugardagur, janúar 31, 2009

Frídagaraunir

Það er á svona dögum
sem ég finn tilfinnanlega fyrir
skorti á leikfélögum.....

miðvikudagur, janúar 28, 2009

Seðlabankaraunir

Mér finnst
alveg gasalega smart hjá Davíð
að hóta því að ef hann verði rekinn,
þá muni hann bara heimta laun út skipunartímann.
Agalega smart.

Mér finnst að allir
sem hafa lent í uppsögnum undanfarna daga
eigi nú að arka til fyrrverandi vinnuveitenda sinna
og tilkynna þeim
að þar sem það sé ansi lágt í buddunni núna
þá ætli þeir að fá launin sín áfram
eins lengi og þeim sýnist.........
þrátt fyrir að þeir hafi verið reknir.

Hvað er að þessu andskotans pakki?
Er veruleikafyrring eitthvað sem er viðurkennt
hjá fólki í valdastöðum?

Ég er svo reið núna að mér er í raun óglatt.

þriðjudagur, janúar 27, 2009

Fávitaraunir

Þarf virkilega að vera að rífast um hver gerði hvað?

Þarf stjórnarnandstöðu þegar allir ættu að vinna saman
til að koma skikki á mál landsins?

Eiga sjálfstæðismenn að vera í fýlu vegna þess að fólkið vildi
þessa ríkistjórn burt, þar sem þeir kúktu upp á bak?

Þetta eru barnaleg fífl!

Farið að einbeita ykkur að vandanum
og eyðið kröftunum í að skeina landinu!

sunnudagur, janúar 25, 2009

Uuuuuuu

Af hverju er það
að þegar að venjulegum launþega
er sagt upp í vinnunni
fær hann laun í þrjá mánuði frá uppsögn....
..... EF hann er heppinn...........

en kúkalabbi sem stóð sig ekki í starfi
og er sagt upp hjá fjármálaeftirlitinu
fær laun í ár eftir uppsögn
upp á 20 milljónir
sem n.b. er mun hærri upphæð
en venjulegi maðurinn fær
.....EF hann er heppinn ??????

Annað.

Hvenær var það
sem við hættum að tala um steypibað
og fórum að tala um sturtu...?

föstudagur, janúar 23, 2009

Pólitíkusaraunir

Mér sýnist á öllu
að það sé ekkert sérlega heilsusamlegt
að hamast í pólitík......

fimmtudagur, janúar 22, 2009

mótmælaraunir

Ég er ekki sátt við skemmdarverk
Ég er ekki sátt við ofbeldi á lögreglumönnum
og/eða mótmælendum.

En ég er sátt við lætin
og það að eitthvað sé kannski loks að gerast.

En það þarf ekki að skemma eignir
og það þarf ekki að berja fólk.

Basta.

þriðjudagur, janúar 20, 2009

RUGL SEGI ÉG

Sorry
réttlætiskennd minni er svo misboðið
og hefur verið í allt of langan tíma
ÆTLAR ENGINN AÐ TAKA ÁBYRGÐ?
ER ENGINN SEKUR Í ÞESSU MÁLI?
MUN ÞETTA Í ALVÖRUNNI ALLT LENDA
Á OKKUR SAKLEYSINGJUNUM?


Stundum er ég svo fegin að ég á ekki byssu.

laugardagur, janúar 17, 2009

Smile....

...though your heart is aching;

Smile even though it's breaking.

When there are clouds in the sky, you'll get by.

If you smile through your fear and sorrow,

Smile and maybe tomorrow,

You'll see the sun come shining through for you.



Light up your face with gladness,

Hide every trace of sadness.

Although a tear may be ever so near,

That's the time you must keep on trying,

Smile, what's the use of crying?

You'll find that life is still worthwhile,If you just smile.

þriðjudagur, janúar 13, 2009

Raunveruleikaraunir

Konan í Fjarðarkaups-auglýsingunum
pirrar mig......
Hún virðist eiga nóg af peningum
alltaf..........
Vitið þið hvað full karfa af heilsuvörum kostar???

Á Íslandi í dag
er ódýrara að kaupa snúð
en salat........
Talandi um heilbrigðiskerfið!
We are in for some good times
of vorum við feit fyrir.....

Ég þoli ekki svona bull auglýsingar
og bara það
fær mig til að vilja ekki sjoppa
í Fjarðarkaupum
þó svo að bjúgverplarnir eigi ekki þá búllu....
sorry

Helvítis raunir

Ég sé ekki leiðir.
Finnst ég vera stödd í dimmum gangi
sem teygir sig endalaust inn í framtíðina
og enginn er hann glugginn.

Ég fæ engin svör frekar en aðrir
og ég veit ekki hvert líf mitt stefnir.
Á ég að selja - eða ekki........
get ég yfirhöfuð selt?

Ef ég næ að selja og tek peningana úr landi
verður þá eitthvað úr þeim?
...nei alveg rétt,
ég má ekki einusinni taka mína eigin peninga úr landi.
En........
Er ástandið eitthvað betra annarsstaðar?
Er ekki heimurinn að fara á hausinn?

Á ég að taka tilboði sem ég fékk
um að ákveðnir einstaklingar taki að sér
að kveikja í rándýra Opelbílnum.........
nei, alveg rétt -
ég fengi aldrei nema helminginn úr tryggingunum
því það er raunvirði skrjóðsins
samt hafa tryggingarnar hækkað.

Hvað er í alvörunni að gerast?
Hvernig endar þetta allt saman?
Hvað er verið að gera til að bæta ástandið?
Er eitthvað verið að vinna í því yfirhöfuð?
Eru hreinlega til einhverjar lausnir á vandanum?

Skil ég það svo rétt að 18 ára skólastúlkan
verði rukkuð um rúman 17.000 kall 1.ágúst
vegna þess að á heimilinu er sjónvarp?
(sem n.b. ég kem þá til með að þurfa að greiða)

Er hægt að vera með 10.000 manns á atvinnuleysisbótum....
eða 20.000 eins og spáð er fyrir um með vorinu......?
Getur öll þjóðin bara sest á skólabekk og "lifað" á námslánum?

Koma lánin okkar til með að lækka einhverntíma
krónan að hækka,
eða missum við öll aleiguna
og verðum gjaldþrota þjóð?
Bara spurning um hvenær er það ekki?

Það er einfaldlega andstyggileg tilfinning
að vera um það bil að missa það litla sem maður á
og hefur unnið hörðum höndum fyrir......
og vegna hvers?
Jú, eitthvað pakk úti í bæ var að rugla með peningana þína
á meðan að þeir sem áttu að fylgjast með
boruðu rólega í rassinn á sér.

Svo situr eitthvað andskotans lið og barmar sér
yfir að hafa tapað einhverjum milljónum
sem það átti í hlutabréfum.
Hvað með okkur sem höfum aldrei átt milljón,
ekki einu sinni 200 þúsund kall,
en það litla sem við eigum
er í raun ekki okkar lengur
og fyrir utan það einskis virði.

Ég vil fá einhver svör!

Hversu margir haldið þið að gefist upp þessa dagana
og hreinlega láti sig hverfa úr þessu jarðlífi?
Hefur einhver pælt í því?
Fjölskyldufeður setjast undir stýri með líftrygginguna í huganum
og vegna hvers????
ÉG VAR EKKI AÐ EYÐA UM EFNI FRAM
OG ÉG VAR EKKI GRÁÐUG!!!

Svo hefur fólk orku til að mótmæla ruglinu á Gaza.
Ég man ekki annað en að þar hafi alltaf verið slátrun og óöld.
Ekki að ég sé fylgjandi því - bara ekki á mínu valdi að breyta því.

Helvítis fokking fokk!

laugardagur, janúar 10, 2009

Fúlheitaraunir

Þannig fór það nú.

miðvikudagur, janúar 07, 2009

Útrásarraunir

Ég nenni eiginlega ekki
að tjá mig frekar um kreppuna.
Mér finnst flestir í kringum mig
gera það svo ljómandi vel og málefnalega
og hef því enga þörf fyrir það.
Þetta er skítt,
mér finnst ég lítið geta gert til að breyta því
og þannig er það bara.

Nú lifi ég í eintómri sjálflægni
og hugsa bara um minn eigin rass,
aðallega hvernig ég á að losa hann undan höftum
og koma honum í annað land
þar sem að ég hef alla tíð
verið illa staðsett á Íslandi,
þó aldrei meira en í dag.
Nú hefur einfaldlega opnast möguleiki
sem ég ætti og ætla að nýta mér.

Þetta er því allt orðið spurning um lausnir
og svo jú - peninga.

Út vil ek
og ég skal koma mér þangað.

Ég styð alla þá sem standa hér í aðgerðum,
þó svo að ég trúi ekki endilega á að þær skili einhverju.
Ég hef jú reynslu af því að vera Íslendingur
og hef bara aldrei almenninlega fílað það.
Alla tíð fundist þetta vera hið mesta skítasker,
sem illa er búandi á, hvort sem er í kreppu eða góðæri.
Hér hefur líka aldrei ríkt samstaða meðal fólksins.
Ég varð aldrei efnuð eða vel stæð í góðærinu
og staða mín hefur lítið breyst
nema hvað ég er bara enn fátækari.

En neyðin kennir naktri......

Hef því hafið einkaþjálfun á vinnustað mínum
fyrir þá sem telja sig þurfa slíkt aðhald.
Ef einhver hér hugar að slíkum framkvæmdum,
eða veit um einhvern
sem ætlar sér að koma heilsunni í lag á þennan hátt-
þrátt fyrir kreppu - er þeim bent á að hafa samband við spriklarann.
Gott verð og betra því fleiri sem eru saman.
Einnig tek ég að mér leiklistarkennslu,
hvort sem er fyrir einstaklinga eða hópa,
til gamans eða alvöru (inntökupróf)
og lofa vönduðum vinnubrögðum á hvortveggja.
Látið það berast.

Það er þetta með að bjarga sér.

mánudagur, janúar 05, 2009

Nýtt ár í uppsiglingu

Jasso,
þá er maður kominn aftur upp á djöflaeyjuna.
Þokan tók á móti mér
sem var afar viðeigandi,
því ekki langaði mig heim.

Ég vil þó byrja á að þakka fyrir öll kortin
og fallegu kveðjurnar sem mér bárust,
þrátt fyrir að ég hefði sagt fólki
að ekkert kæmi frá mér þessi jólin.
Takk fyrir mig.

Ég er búin að lenda í ýmsum ævintýrum um hátíðarnar
og þetta er einfaldlega búið að vera dásamlegt,
en einnig hrikalega fyndið og skemmtilegt.
Fyndndast þó þegar að við læstum okkur úti á aðfangadagskvöld!

Fékk pínu taugaáfall þegar ég kíkti á bankareikninginn í morgun,
því þó að ekkert hafi verið keypt
og þannig séð engu eytt,
þá var það litla sem var gert sér til gamans
alveg hreint klikkaðslega dýrt!

Bauð útlendingnum t.d. í brunch á jóladagsmorgun
sem kostaði 80 krónur á haus plús djús og kaffi.......
sá svo að þetta varð í heildina 7.400 kaddl!!
Það er dýr eggjahræra segi ég bara -
en þeim krónum sem var eytt var vel varið
og við vorum bara voðalega innlend með mat út úr búð.

Nú er bara að finna út úr framhaldinu.
(afhverju þarf ég alltaf að hafa allt svona flókið?)

Spurningnin stóra er hvernig reiðir okkur öllum af
þetta ár sem nú er gengið í garð........
Mun ég koma út úr þessu standandi -
kem ég til með að losna úr eigna og skuldahöftum -
aðeins tíminn leiðir það í ljós.