Undanfarna mánuði
hef ég gert nánast ekkert
sem flokkast undir heimilsstörf,
annað en að þvo þvott
og hefur hann að mestu innihaldið vinnufatnað.
Hér eru staflar af dagblöðum,
dósum, plastflöskum og ruslpósti.
Í skúffum og skápum hafa safnast upp hrúgur
af einhverju sem ég veit ekki einu sinni hvað er!
Margt sem þarf að sortera og flokka.
Geymslan er á hvolfi og full af öllu og engu.
Ég þarfnast eiginlega sumarleyfisdaga
til að geta komist yfir allt sem ég þarf að gera.
Hvað ef ég næ t.d. að leigja út íbúðina mína?
LISTINN:1. Fara með allt endurvinnanlegt á vinnslustöðvar(það þýðir m.a. að ég þarf að flokka og telja drykkjarumbúðir
frá neyslu alls síðasta árs)
2. Fara í gegnum allar skúffur og alla skápa heimilisins(flokka í hópana: "Henda", "selja"og "geyma").
3. Þrífa alla veggi og öll loft heimilissins hátt og lágt(hér býr kertaóð kona í ljóslitaðri íbúð sem á ekki fyrir málningu)
4. Þrífa glugga og gluggakarma(skrapa, pússa karma og lakka eins og ég ætlaði að gera fyrir 4 árum)
5. Gera við skápa í svefnherbergi og eldhúsi og hengja upp hurðar(Þarf víst smið í það verkefni)
6. Gera við krana í eldhúsi og baðherbergi(þarf líklegast pípara í það verkefni....andsk...)
7. Hreinsa og bóna parket(fæ hroll í tærnar af tilhugsuninni, hata að bóna)
8. Moka út úr unglingaherberginu og háþrýstispúla allt þar inni(þarf líklegast einhvern með stáltaugar í það verkefni
aldrei að vita hvað kemur undan rúminu)
9. Mála baðherbergið(sótskemmdir of alvarlegar til að hægt sé að þrífa þær)
10. Fara ítarlega í gegnum geymslu og henda og flokka( ef ekki notað í heilt ár, losa mig við það á einn eða annan hátt
nema það séu hlutir sem eiga að vera í geymslu s.s. útilegudót osfrv.)
11. Olíubera viðarhúsgögnin og leðurstólana(finnst það reyndar skemmtilegt- veit ekki af hverju....sick fetish)
12. Raða reikningum, launamiðum og kvittunum í möppu( dagur skattmanns nálgast og allt liggur enn í einni hrúgu oní skúffu)
13. Halda markaðshelgi og selja allt sem hægt er að selja, gefa/henda rest.(finnst Kolaportið andstyggilegt, vil bara gera þetta heima, auk þess sem portið er okurbúlla)
14. Panta pláss á hæli svo ég geti náð heilsu eftir þetta allt saman.Ég veit að það verður yndisleg tilfinning þegar þetta er allt saman búið - en ég veit bara ekki hvenær eða hvernig ég á að fara að þessu.
Á sínum tíma öfundaði ég pakkið í "Allt í drasli" vegna þess að það fékk her fólks heim til sín sem bara reddaði málunum og gerði svona hluti.
Ég var bara aldrei nógu mikill sóði til að geta tekið þátt í því plebbasjóvi.
Þá er að bretta upp ermarnar og byrja að taka til í sínum eigin garði,
áður en maður fer að taka til í heiminum.
Ef þið finnið hjá ykkur endalausa löngun til að koma og aðstoða
(eruð t.d. með Monicu syndrome) eruð þið hjartanlega velkomin.
Bjór í boði fyrir gott fólk.