mánudagur, september 29, 2008

Raunir 49

Hér er barist á öllum vígstöðvum.
Flóknara en maður heldur
að demba sér í samlífið
og það í miðri krísu.

Nú reynir á aðlögunarhæfnina
og umburðarlyndið.

Anda inn og út
og svo inn og út aftur............

fimmtudagur, september 25, 2008

Raunir 48

Við byrja á að þakka fyrir fallegar kveðjur.
Það er gott að finna fyrir góðum straumum.
Takk yndislega fólk.

Annars er andlitið teygt og togað þessa dagana
og hef ég séð fegurri spegilmyndir um ævina.
Margt sem þarf að gera og græja
og ég mun aldrei skilja allt þetta stúss
sem á fólk er lagt í sorginni.
En þetta hefst víst allt á endanum.

Enn er ég þreytt og lúin
því svefninn er slitróttur og laus
en fjandinn hafi það
hlýt að fara að ná þessu
(hef jú gert þetta í 41 ár).

Vinnan er alveg í það mesta núna
og ég finn tilfinnanlega fyrir því
hversu erfitt það er að brölta á fætur
á undan fyrsta hanagali.

"Útlendingurinn" er að gefast upp á Íslandinu.
Finnst veðrið ekki mjög spennandi
og upplífgandi fyrir skapið.
Finnur sér ekkert að gera í íslensku efnahagsástandi
og vantar sárlega hljómsveit til að leika sér með.
Langar líka að draga mig í badmintonspil
sem væri gaman
ef ekki kostaði nokkrar milljónir að spila slíkt sport.
Oh well................

Annars er bara verið að bíða eftir unglingnum
sem var í Frakklandi
að skoða mýs og menn.
Það verður nú gott að fá hana í fangið.

Jæja,
Farin að skoppa eina ferðina enn.
Vona bara að baugarnir flækist ekki í fótunum á mér.

föstudagur, september 19, 2008

Sævar Halldórsson f.25.6.'34 - d.19.9.'08

Elsku pabbi litli
kvaddi þennan heim í nótt.

Farinn í eilífðarreiðtúrinn.

Ég elska þig pabbi minn
og vertu nú stilltur.


Ég berst á fáki fráum fram um veg.
Mót fjallahlíðum háum hleypi ég.
Og golan kyssir kinn.
Og golan kyssir kinn
Á harða, harða spretti
hendist áfram klárinn minn.

Það er sem fjöllin fljúgi móti mér,
sem kólfur loftið kljúfi klárinn fer,
og lund mín er svo létt
og lund mín er svo létt
eins og gæti ég gjörvallt lífið
geisað fram í einum sprett.

Hve fjör í æðar færist fáknum með.
Hve hjartað léttar hrærist hlær við geð
að finna fjörtök stinn
að finna fjörtök stinn
Þú ert mesti gæðagammur,
góði Léttir, klárinn minn.

Hannes Hafstein

mánudagur, september 15, 2008

Raunir 47

Ég er eitthvað hálf áttavillt í líðaninni núna.
Geri mér ekki alveg grein fyrir tilfinningum mínum
sem er í mínu tilfelli
frekar nýtt
og ansi mikið skrítið.

Það er eins og að það hafi komið yfir mig doði
og gífurleg þreyta
og ástandið virðist ekki snerta mig
á eðlilegan hátt.
Mig langar bara að sofa
og láta eins og ekkert sé að gerast.
En á sama tíma - get ég ekki sofið.

Svara ekki síma
og langar ekki í vinnu -
geri það samt......
þ.e. fer í vinnu - en ekki hvað?

Ég veit ekki hvort ég er að fá í hausinn
það sem ég bældi niður fyrir tæpu ári síðan
og það sé verið að neyða mig
til að horfast í augu við staðreyndir
og veruleikann í öllum sínum ljótleika.

Dauðinn er jú partur af prógramminu,
fólk fer
en ............
á maður að þurfa að díla við hann
svona oft
á svo skömmum tíma?

Örugglega.

Gerist út um allt.

Þetta er samt svo óraunverulegt
og að vissu leiti er þetta gunguskapur í mér.
En það er ekkert fallegt við að horfa á fólk deyja
því það er andskotann ekkert sem þú getur gert
og lífið er ekki bandarísk bíómynd - ekki dauðinn heldur.

En það er eins og eitthvað hafi dáið inni í mér í fyrra
og núna er ég bara dofin.
Þetta er bara spurning um stundir
en samt sé ég mér ekki fært að eyða þeim
við hlið hans............
eins og ég hefði viljað
fá það tækifæri í fyrra.
Skrítið.

Núna líður mér bara eins og fimm ára
og langar bara að breiða upp fyrir haus.

Raunir 46

Hvar get ég nálgast eitt stykki mandólín
sem ekki kostar mig arm, legg og eina tá?

laugardagur, september 13, 2008

Raunir 45

Það er náttúrulega ekki hægt
að vera þekktur fyrir annað
en að taka þátt í flensunni.
Hélt ég væri sloppin,
en er svo bara hér í horinu og beinverkjunum.
Greinilegt að mótstaða er í lágmarki.

Unnum þó smá sigur í gær
þegar gamli maðurinn var loks færður á spítala.
Það róar taugar og sál,
þó svo að það boði ákveðinn endi í leiðinni
og bjóði sorginni heim.

Einn dagur í einu
ekki hægt að ætlast til annars.
Hvernig er það - Deyja flestir úr krabbameini í dag?

Að öðru ólíku.........
Hvaðan kemur orðið bros....
anyone?

mánudagur, september 08, 2008

Raunir 44

Er í magnesíuminu (inununu)
Finn ekki tilfinnanlega fyrir því að það virki á svefnleysið
en það hins vegar hefur hliðarverkun
sem ég hafði ekki hugmynd um.....
og hafa þarmar mínir því lést tilfinnanlega undanfarið.

Ætla þó að halda áfram að taka það inn
til að vera viss.

Fór og kíkti á gömlu hjónin með þrjóskuröskunina.
Pabbi litli orðin ansi lúinn
og lítið eftir af honum kallanganum
en ekki skal tekið í mál að fara í innlögn
sama hvað hver segir.

Maður stjórnar víst ekki foreldrum sínum
sér í lagi þegar þau eru þverari en andskotinn.
Er því hætt að reyna.
Samræður við veggi hafa aldrei skilað mér árangri.

Vinnan er farin að ganga ansi nærri mér
þar sem ég næ ekki enn að hvílast
og er ýmislegt farið að bila hér og þar
auk þess sem að skapið þvælist fyrir mér.
Aumingjans útlendingurinn skilur ekkert í mér
og finnst hann örugglega hafa verið svikinn hingað
á fölskum forsendum.

Krakkarassgatið búið að ná sér í haustflensuna
með tilheyrandi furðulagum verkjum og einkennum
sem eiga sér enga hliðstæðu og þyrfti dr House til að greina,
verst að ekki er einu sinni til stðar heimilislæknir
þannig að gamla góða " farðu að prumpa" aðferðin
er notuð óspart
ásamt því að krossa fingur.

En lífið heldur áfram.
Enn er leitað að vinnu fyrir útlendinginn.
Enn er spáð og spekúlerað í utanferðir og flutning.
Enn læt ég mig dreyma.

Bráðum.

miðvikudagur, september 03, 2008

raunir 43

Mig vantar sárlega góð svefnráð
sem ekki fela í sér inntöku
á lyfseðilsskyldum lyfjum.

Það þýðir ekki fyrir mig að fara í heitt bað
og ekki heldur að drekka flóaða mjólk.

Ég er bara að tjúllast á þessu svefnleysi
og að vakna alltaf dauðþreytt til vinnu snemma að morgni
og vera svo eins og slytti allan daginn og fram á kvöld.

Ef þið lúrið á góðum ráðum
eru þau vel þegin.

Einnig vantar mig eitt stykki hjólhest (dömu)
í nothæfu ástandi
(má þarfnast uppfæringar og þarf ekki að vera fagurt)
helst ódýrt eða gefins.

En mest langar mig þó að sofa eins og venjulegt fólk.
Lifið, brosið, elskið.

mánudagur, september 01, 2008

Raunir 42

Skruppum upp á Esju í góða veðrinu í gær.
Vorum ekki þau einu sem fengu þá hugmynd,
þar sem nokkuð var um traffík fótgangandi.
Nú hefur "útlendingurinn" því klifið sitt fyrsta fjall
og er nokkuð stoltur
þrátt fyrir rasssæri og örlítin bakverk.

Veðrið var dásamlegt
en eins og sannur Íslendingur
hafði ég að sjálfsögðu klætt mig vel.
(lesist í fjórum lögum)
Maður er jú alltaf við öllu búinn.
Svitnaðir svo á við þrjá og allan peninginn
en upp á toppinn komumst við þó.

Útlendingurinn furðaði sig á fólki
sem þarna hljóp mótt og másandi upp brekkuna
og gat engan veginn skilið
hvers vegna einhver hleypur upp fjall.
"Tau sjaah þa ekki neina fallegt"?
sagði hann gáttaður
því honum fannst jú skemmtilegast að bara rápa
og svo glápa.

Á miðri leið var stoppað í persónulegri berjamó
en þarna voru þessar líka gósenbreiður
fullar af svörtum glitrandi berjaperlum.
Verst að ég var ekki með neitt ílát
svona til að týna smá í út á skyrið í dag
en.............þabaaaasona sko.

"Útlendingnum" var svo tíðrætt um áhrif veðurs
á lundarfar mitt-
og samlanda minna almennt.
Fannst áberandi hvað allt verður fúlt og dauft í regni
en svo lifnar allt við þegar sólin skín.
Fannst miður hvað nákvæmlega ekkert er í gangi
eða hægt að gera sem hann telur spennandi
þegar veður er fúlt-
þar sem hann hefur fengið að heyra
að það sé nú það sem bíður hans.

Nú þarf ég fullt af hugmyndum um hvað hægt er að gera
þegar ekki er hundi út sigandi
sem ekki felur í sér sjónvarpsgláp
eða lestur.

Nú getur hann loksins keypt sér hjól í dag
en það er merkilegt hvað danska kerfið almennt
er aftarlega á merinni varðandi allt sem kallast skriffinska.
Það er búið að taka hann tvær vikur að fá pappíra í pósti
og eina viku að fá peninga millifærða inn á reikning.
Það er ekki allt modern í Danmörku
og kannski ekkert skrítið að Íslendingar rúli þar í monnímálum.

Jæja -
farin í vinnuna.