föstudagur, júlí 31, 2009

Launaraunir

Hvernig eyðir venjuleg manneskja
30 milljónum á mánuði?
Þetta eru svo absúrd tölur
að ég næ ekki einu sinni að skilja þær.

Þó ég væri ekki með nema 100 þúsund krónum meira á mánuði
þá myndu lífskjör mín batna til muna
og ég myndi líklegast upplifa mig sem ríka konu.
Hvað þá ef ég væri með 1 milljón á mánuði.
Allamallamú!

Það má líka ekki gleyma því
að flestir þessir einstaklingar
sem fengu þessi laun
eru ekki einir í búi
þeir eru s.s. ekki eina fyrirvinnan
þannig að innkoma á mánuði
var jafnvel enn meiri.

Núna er verið að skerða laun kennara
og margir þeirra eru einstæðar mæður
sem treysta á þessa einu innkomu.
Þetta á líklegast við á fleiri stöðum.

Þetta óréttlæti og þessi óráðsía gerir mig brjálaða!

Hvernig er staðan svo í dag?
Eru einhverjir skítbuxar ennþá að skammta sér ofurlaun?
Væri ekki ágætt að kanna það mál aðeins?
Ég er svo reið yfir þessu öllu saman að ég þoli það ekki.
Réttlætiskennd minni er svo stórlega misboðið að mér er óglatt.

Er ekki kominn tími til að refsa þessu pakki?
Ég styð þá hugmynd að gera það að landráðamönnum
svipta það eignum og ríkisfangi
og senda í eilífðar útlegð!

miðvikudagur, júlí 15, 2009

tjahraunir

Heiðardalurinn er ekkert svo heiður.
Hér ríkir hrikaleg neikvæðni
sem allir finna fyrir
um leið og þeir lenda á skerinu.
Þetta er djöflaeyja......með réttu.

Mig langar ekkert að búa hérna.
Margar ástæður fyrir því.
Margar.

Ég sakna kæró,
ég sakna hugarástandsins,
ég sakna hjólsins míns,
ég sakna Danmerkur.

En ........... ég á bíl.

Fór í dag og talaði við Avant.
Þeir sögðu
að mér væri frjálst að selja bílinn
(yeah...that's going to happen in this day and age)
fyrir u.þ.b. 800 þúsund. (Hha!)
Leggja inn á lánið
og semja svo um restina.......(1,800 þúsund)

Bara til að minna á það....
að ég keypti dýrið á 1,1000
og hef borgað ad því í 2 ár.
Alveg skemmtilegt option,
en það eina sem er í boði
þar sem ég vil ekki búa hér lengur.

Gaman að því...........

Ég mun sparka í punga útrásaraumingja
hvenær sem ég fæ tækifæri til þess......
Alltaf
It's a promise

miðvikudagur, júlí 08, 2009

Danmork

Danir eru afsloppud tjod,
tad er engin spurning.
Stressid og pirringurinn hreinlega lekur af mer
tagar eg dvel her i tessu landi.
Tad er ekki hægt annad en ad vera slakur.
(og einkar "T" mæltur i skrifum)

Danir eru lika ekkert endilega ad flækja malin
eda ad gera meira ur hlutunum en naudsynlegt er.
Tad er ekki stadid yfir pottum i marga tima
tegar bjoda a gestum i mat.
Tad er bara hitt og tetta tint til,
ollu hrugad einhvernveginn a bordid
og frjalsa adferdin notud a heila gilleriid.
Ekkert stress.

Danir eru lika snidugir.
Teir eru ekkert ad keyra i fleiri klukkutima
til ad fara i sumarbustad.
Teir eiga bara sumarbustad inni i borginni.
Litlir kofar umvafdir grodri og trjam
og tu filar tig eins og tu sert i sveitinni.
Ekkert vesen.

Her loka budir a skynsamlegum tima a daginn
og a sunnudogum er einfaldlega langflest lokad.
Klædaburdur er i flestum tilfellum i tægilegu attina
og fair eru uppteknir af utlitinu.

Gardar borgarinnar eru nyttir
tar sem ad folk a ollum aldri kosar sig
a godvidrisdogum,
hlustar a musik og/eda spilar sina eigin.....
eda bara spjallar eda lurir.

A tonleikunum sem eg for a um daginn
var folkid ofeimid vid ad standa upp og dilla ser
og enginn virtist medvitadur.
Folkid var a ollum aldri, fra 10 upp i 80
og allir skemmtu ser saman.

Mer likar asskoti vel ad vera i henni Danmorku-
svei mer ta......

fimmtudagur, júlí 02, 2009

Svitaraunir

Finnst obbo merkilegt
ad horfa a huggulegar konur a ollum aldri
koma rennsveittar ur leikfimitima,
klæda sig ur sveitta gallanum
og beint i fina sumarkjolinn.

Svo renna tær fingrunum i gegnum harid,
setja a sig varalit
og skoppa ut i lifid.

I minni bok er tetta svolitid subbulegt.
En sinn er hver sidurinn i hverju landi.