miðvikudagur, júlí 15, 2009

tjahraunir

Heiðardalurinn er ekkert svo heiður.
Hér ríkir hrikaleg neikvæðni
sem allir finna fyrir
um leið og þeir lenda á skerinu.
Þetta er djöflaeyja......með réttu.

Mig langar ekkert að búa hérna.
Margar ástæður fyrir því.
Margar.

Ég sakna kæró,
ég sakna hugarástandsins,
ég sakna hjólsins míns,
ég sakna Danmerkur.

En ........... ég á bíl.

Fór í dag og talaði við Avant.
Þeir sögðu
að mér væri frjálst að selja bílinn
(yeah...that's going to happen in this day and age)
fyrir u.þ.b. 800 þúsund. (Hha!)
Leggja inn á lánið
og semja svo um restina.......(1,800 þúsund)

Bara til að minna á það....
að ég keypti dýrið á 1,1000
og hef borgað ad því í 2 ár.
Alveg skemmtilegt option,
en það eina sem er í boði
þar sem ég vil ekki búa hér lengur.

Gaman að því...........

Ég mun sparka í punga útrásaraumingja
hvenær sem ég fæ tækifæri til þess......
Alltaf
It's a promise

6 Comments:

Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Seldirðu bílinn?

7:44 e.h.  
Blogger Blinda said...

ekki hægt að selja skrattann, nema koma út í 2 milljóna króna tapi. Ég er of fátæk og of tapsár til að fíla það....... :(

8:58 e.h.  
Anonymous Gudjon Vidar said...

Linda,
Thad eru fleiri en thu i thessari stodu og flestir theirra bara taka bilinn med ser ut. Madur getur fengid ad nota bilinn a islenskum numerum i eitt ar. Eftir thad er annad hvort hægt ad fjarmagna thad ad setja hann a donsk numer og svo selja hann miklu hærra verdi en heima eda flytja hann aftur heim og selja. Adalmalid er ad thad er vinnu her ad fa og launin herna dekka lan og annad heima miklu betur en islensk laun ,allavega medan gengid er svona.

7:26 f.h.  
Blogger Blinda said...

Var búin að kanna þann möguleika en ég má ekki taka bílinn með mér út, til þess þarf hann að vera svo til skuldlaus, eða þá með veð í fasteign sem ég á meira en 50% í.....sem er ekki raunveruleikinn. Hins vegar getur verið að ég taki lán í Danmörku til að greiða inn á höfuðstólinn, fari svo að vinna og greiði á móti unglingnum í bílnum og svo það sem vantar upp á að leiga á íbúðinni dekki. Þetta ástand sem er núna er amk engan veginn að gera sig.

9:25 f.h.  
Anonymous Gudjon Vidar said...

Thetta er reyndar thad sama og mer var sagt en samt var hægt ad redda thessu. Thad var reyndar heilmikid vesen en thegar allt kemur til alls reyndist bankinn vera ansi sveiganlegur. Thad er nu ekki theirra hagsmunir ad bilinn standi a klakanum engum til gagns og hvad tha heldur ad thurfa innleysa vedid og skra tap hja ser þess vegna.
Stadreyndin er bara su ad thad gengur miklu betur ad borga af skuldabagganum a donskum launum en islenskum.

2:22 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Að sparka í punginn á þessum vesalingum breytir engu, því er nú verr. Gerðu bara það sem þú þarft að gera til að finna það sem þig langar til. Stend með þér með kærri kveðju. Gulla Hestnes

11:05 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home