sunnudagur, júní 07, 2009

Er'ett ekk' að smella?

Þá er maður á síðustu dropunum,
andlega og líkamlega.

Mér tókst að leigja íbúðina út
allan tímann sem ég verð úti
og það er náttúrulega bara snilld.

Það fara hins vegar allar vökustundir
í að gíra og græja
bora og negla,
mála og tjasla saman.

Ég á eftir að verða fantaánægð með íbúðina
þegar ég sný aftur heim í Júlí.
Allt bara spic og span
og ekkert í ólagi.
Vona bara að þetta séu ekki djöfladýrlendur
sem ég er að fá í slotið.

Nei, þetta lítur allt saman ljómandi út
og ég kem til með að eiga fyrir öl og smörrebrauði í Köben.
Nú er að fá píparann á staðinn
og þá er ég klár í slaginn.

Det er Danmark og det er dejligt

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Oh, var einmitt að horfa í kringum mig hérna og pirrast á því að vera ekki að fara að leigja út, það er svo hollt fyrir íbúðirnar. Góða skemmtun í Danaveldi, ég verð á Íslandi allan júlí, til 2. ágúst. Vona að við náum að hittast eftir að þú kemur aftur.

11:03 e.h.  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Frábært að allt gekk upp! (ég vissi það alveg:) Góða skemmtun í sumar..knúsaðu kærastann mikið og oft og oft og mikið.

4:43 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home