fimmtudagur, maí 21, 2009

Mótorraunir

Ég get alveg viðurkennt það
(án þess að missa blúnduna í mér)
að mig hefur alltaf langað í mótorhjól.
Mér hefur alltaf fundist ótrúlega gaman
að þeysa um á þesskonar græju
hvort sem ég er 13 eða 42.

Hins vegar er ég að missa þolinmæðina
gagnvart mótorhjólafólki
sem heldur að Miklabraut
sé þeirra persónulegi kappakstursvegur
hvenær sem er sólarhrings.

Fyrir það fyrsta er þessi braut
í miðri byggð - hér býr fullt af fólki
sem á sér líf og annað sem því fylgir.

Þegar að veðrið er gott
versnar þetta
og fer út í það að vera óþolandi!

Allar nætur vakna ég upp með andfælum
þar sem einhver gúmmídúddinn
hefur ákveðið að þenja draslið sitt
á auðum götum borgarinnar.
Þetta er engan veginn í lagi,
fyrir utan það að þetta er stórhættulegt.

Hvar er löggan
þegar þessir vitleysingar þeysa hér um 24/7 ?

Það er eitt að hafa gaman af að ríða mótorfák
en annað
að haga sér eins og fáviti
og ryðja út úr sér vitleysunni
um miðjar nætur
þegar hinn almenni vinnandi borgari sefur,
eða þá að stunda stórsvig í umferðinni
og stefna lífi annara í hættu
og misbjóða algerlega heyrn fólks.

Granny out..........

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Satt - en kannski pínu óviðeigandi (og þó) miðað við forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag...

8:51 f.h.  
Blogger Blinda said...

Já, sá það einmitt í morgun - en þetta var skrifað í gær - samt..... er þetta ekki einmitt málið? Ekki verið að fara varlega og þá gerast þessi hörmungarslys sem eru auðvitað bara sorgleg.

3:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

jú, það er nefnilega einmitt málið. Þessi hlýtur að hafa verið á ansi mikilli ferð, þar sem hjólið kastaðist eina 100 metra. Sem betur fer slasaðist enginn annar, nóg er nú samt :(

7:48 e.h.  
Anonymous baun said...

ég átti heima rétt við Sæbrautina í mörg ár og þar var sama uppi á teningnum. óþolandi ærandi hávaði í bílum og mótorhjólum á nóttunni, oft einhverjar spyrnur í gangi.

10:29 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Enn og aftur, það er ró á Hornafirði! Vessoggúð að hætti Gullu.

11:40 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home