föstudagur, maí 08, 2009

Djókraunir

Mér finnst alveg vibbalega fyndið
að ég skyldi hafa verið tekin í rassgatið
af Sölva og spjallinu hans
í fyrsta skipti sem ég horfði á þáttinn.

Ég er nefnilega ein af þeim
sem trúði því að þessi tilbúna fígúra þáttarins
væri einhver fávitagaur á kókaíni
og varð alveg massa reið.

Skrifaði meira að segja færslu um það.

En það er eins og hann (leikarinn) segir,
það er kannski ekki skrítið
vegna þess að fáránleikinn sem á undan var genginn
var bara úti á túni, jafnvel út úr kú.

Andri hélt fyrst að okkur (þjóðin) skorti
bara skilning á íróníu,
en það var bara ekki þannig
(believe you me - ég skil alveg íróníu)
Málið var bara
að ég var búin að sjá svo mikinn fáránleika
að ég trúði því að þetta væri bara einn af glæpamönnunum
sem rústuðu lífi Íslendinga,
eins óforskammaður og hann var.

Í dag finnst mér þetta hrikalega fyndið
og dáist að þeim félögum
fyrir að hafa haldið andliti
í gegnum allt bullið.

Heill sé ykkur heilladrengir!

Það er ekki hægt annað en að hlæja að þessu,
annars er bara hægt að fara og skjóta sig í hausinn -
með kindabyssu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home