fimmtudagur, apríl 30, 2009

Umferðarraunir

Almáttugur!
Umferðin í dag var engu lík.
Ekkert nema heyrnar og viðbragðslaus gamalmenni
keyrandi á 20 -
vitandi nákvæmlega ekkert hvert þau voru að fara
eða hvaðan þau voru að koma.

Minnimáttarkenndistar á risajeppum
sem komast hvergi fyrir þrengslum
og umferðarsúpurnar
í samræmi við það.

Var á nippinu að taka meiriháttar "road rage" á liðið
en fór í staðinn í Bónus
og tók eina góða verslunar sturlun í staðinn.
Þar ríkti einnig alger kerruóreiða
og almenn ringulreið á göngunum.

Kannski endurspeglar þessi hegðun landsmanna
í umferðinni og verlunarferðum
bara samfélagið okkar í heild þessa dagana?

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Veistu, þið eruð ekki öfundsverð af helv.... umferðinni. Farðu varlega. Kær kveðja, Gulla Hestnes

8:37 e.h.  
Blogger Blinda said...

Segðu..... takk sömuleiðis.

6:16 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home