fimmtudagur, maí 28, 2009

Framkvæmdaraunir

Jæja,
þá er maður búinn að leigja út íbúðina
í þrjár af þeim fjórum vikum
sem ég verð úti í sumar.

Væri alveg til í að leigja fjórðu vikuna út líka
þar sem að þetta ævintýri
ætlar að verða svolítið kostnaðarsamt.

Það er nefnilega svo skrítið
að þegar þú veist að þú átt von á fólki í slotið
þá færðu skyndilega röntgenaugu
og sérð ýmislegt sem þarf að laga og gera.

Ég þurfti til dæmis að verlsa fullt af rúmfatnaði,
glös sem boðlegt er að drekka úr
diskamottur og viskustykki
og svona ýmislegt smálegt
eins og hinu og þessu til viðgerða og lagfæringa.
.......
svo tók ég eftir að baðherbergið er orðið frekar sjabbí
og ákvað að versla smámálningu til að sletta á það.

Fyrir utan allt þetta þá er búið að taka hér nánast allt í gegn
þrífa, laga og henda
og enn á eftir að gera við bilaða krana
lafandi skáphurðir
og svona ýmislegt smálegt sem að verður að vera í lagi
en kemur einnig til með að kosta einhvern pening.

Skrítið hvað maður verður samdauna öllu draslinu
og ósómanum sem hefur setið á hakanum um árabil.
Ég var alveg hætt að sjá þetta!!

En, ef þið vitið um einhvern utan af landi
eða frá útlöndunum
sem vantar íbúð ( og jafnvel bíl ) frá 15. júní til 22. júní
þá megið þið endilega hafa samband við mig.

Og þið hin sem sitið heima og látið ykkur leiðast
verið velkomin!
Hér er nóg af verkefnum sem ég get leyft ykkur að vaða í :)

Verst að núna er ég komin í svo góðan framkvæmdagír
að ég nenni ekki að þurfa að fara í vinnuna.

1 Comments:

Anonymous Gudjon Vidar said...

Viltu ekki kikja i kaffi til Birkerød i friinu:)

8:10 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home