föstudagur, júlí 31, 2009

Launaraunir

Hvernig eyðir venjuleg manneskja
30 milljónum á mánuði?
Þetta eru svo absúrd tölur
að ég næ ekki einu sinni að skilja þær.

Þó ég væri ekki með nema 100 þúsund krónum meira á mánuði
þá myndu lífskjör mín batna til muna
og ég myndi líklegast upplifa mig sem ríka konu.
Hvað þá ef ég væri með 1 milljón á mánuði.
Allamallamú!

Það má líka ekki gleyma því
að flestir þessir einstaklingar
sem fengu þessi laun
eru ekki einir í búi
þeir eru s.s. ekki eina fyrirvinnan
þannig að innkoma á mánuði
var jafnvel enn meiri.

Núna er verið að skerða laun kennara
og margir þeirra eru einstæðar mæður
sem treysta á þessa einu innkomu.
Þetta á líklegast við á fleiri stöðum.

Þetta óréttlæti og þessi óráðsía gerir mig brjálaða!

Hvernig er staðan svo í dag?
Eru einhverjir skítbuxar ennþá að skammta sér ofurlaun?
Væri ekki ágætt að kanna það mál aðeins?
Ég er svo reið yfir þessu öllu saman að ég þoli það ekki.
Réttlætiskennd minni er svo stórlega misboðið að mér er óglatt.

Er ekki kominn tími til að refsa þessu pakki?
Ég styð þá hugmynd að gera það að landráðamönnum
svipta það eignum og ríkisfangi
og senda í eilífðar útlegð!

2 Comments:

Anonymous gvv said...

Núna skilst mér að viðmiðun "hálauna" séu laun forsætisráðherra. Þetta ku vera ásættanlegt hámark að áliti landsmanna. Þeir hinir sömu landsmenn og sérlega þeir langskólamenntuðu eiga kost á miklu hærri launum erlendis og mig grunar að þegar allt kemur til alls þá muni fólk hugsa fyrst og fremst um sig sjálft og sína fjölskyldu.

7:44 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jæja mín kæra, hvar ertu? Láttu heyra frá þér. Kærust í bæinn. Gulla Hestnes

11:12 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home