fimmtudagur, apríl 30, 2009

Umferðarraunir

Almáttugur!
Umferðin í dag var engu lík.
Ekkert nema heyrnar og viðbragðslaus gamalmenni
keyrandi á 20 -
vitandi nákvæmlega ekkert hvert þau voru að fara
eða hvaðan þau voru að koma.

Minnimáttarkenndistar á risajeppum
sem komast hvergi fyrir þrengslum
og umferðarsúpurnar
í samræmi við það.

Var á nippinu að taka meiriháttar "road rage" á liðið
en fór í staðinn í Bónus
og tók eina góða verslunar sturlun í staðinn.
Þar ríkti einnig alger kerruóreiða
og almenn ringulreið á göngunum.

Kannski endurspeglar þessi hegðun landsmanna
í umferðinni og verlunarferðum
bara samfélagið okkar í heild þessa dagana?

þriðjudagur, apríl 28, 2009

Swineflens

Ein góð ástæða fyrir að búa á Íslandi?

miðvikudagur, apríl 22, 2009

Það er ljótt að meiða fólk.

Í dag
er ég ljótikallinn
og er engan veginn
að fíla það.

Jafnvel verra,
en að vera meiddur....
Nei,
ekki einu sinni jafnvel -
það er verra,
ef þú ert ekki ótugt.

þriðjudagur, apríl 21, 2009

Spurningar, spurningar

Uuuuuu fimm tannburstar
og aðeins tvær í heimili.....
Anyone???

En,
getur einhver sagt mér
hvers vegna ég er að borga
fyrir kaskótryggingu á skrjóðnum
þegar hún nær ekki yfir
nema tæpan helming af verði græjunnar?????

Get ég neitað að taka þátt í þessu?

Fullorðinsraunir

Hver og hver og vill og verður
má ekki svíkja
verður að lofa.....

Bara að það væri svona einfalt
í alvöru lífinu.

mánudagur, apríl 20, 2009

Yfirlitsraunir

Þar sem ég sat og velti fyrir mér
hversvegna ég er alltaf svona þreytt
leit ég aðeins yfir farin veg.
Á síðustu 8 árum hef ég:

Farið í gegnum skilnað , fengið taugaáfall, gengið til geðlæknis, orðið háð kvíðalyfjum, farið í meðferð, farið í samband, selt íbúð, keypt íbúð, búið í hreysi, flutt, fermt einkabarnið, gengið í gegnum önnur sambandsslit, hætt störfum sem æskulýðsfulltrúi, farið ein til Spánar, orðið þunglynd, þurft að lóga kisunum mínum, verið atvinnulaus, borið út Morgunblaðið, unnið í fataverslun, lært til flugfreyju, unnið hjá ræstingafyrirtæki, jarðað góðan vin, orðið þolfimikennari, orðið fertug, farið í samband og úr því aftur, orðið fyrir líkamsárás, verið greind með áfallastreitu, eignast nýja vini og tapað gömlum, lesið yfir 100 bækur, hætt að reykja, málað myndir, byrjað aftur að reykja, misst bróður minn, léttst um 10 kíló, leikið í bíómynd, þyngst um 10 kíló, skipt um gleraugu, keypt mér bíl á myntkörfuláni, horft á dans í inni í fjalli, orðið ástfangin, ferðast til Danmerkur, hjólað um Danmörk, hafið sambúð, haldið tónleika, farið í nudd, sungið inn á geisladisk, misst föður minn, slitið sambúð, lagst inn á spítala, upplifað þjóðargjaldþrot, setið föst í eigna og skuldafangelsi, fengið heilahristing og á meðan á öllu þessu stóð hef ég etið, drukkið, sofið, hlegið, grátið, verið einmana, dansað, verið hamingjusöm, hef skandalíserað og gert góðverk, kennt, alið upp, elskað og hatað.

Svo finnst mér alltaf eins og ég sé ekki búin að gera neitt síðustu ár.

miðvikudagur, apríl 15, 2009

Kosningaraunir

Jasso!

Slatti af fólki bara í stemmningunni
og ætlar að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.

Þetta er nátúrulega bara spes.

Annars sé ég enga lausn með því
að skila auðu -
og ekki ætla ég að kjósa pakkið sem nú er í boði
allt sama draslið......

Hvað gerir maður þá?

Kannski er mér bara orðið alveg sama.

þriðjudagur, apríl 14, 2009

Meiri páskaraunir

Þetta er engin hemja.

Úti hið flottasta páskaveður alla helgina,
inni hjá mér rok og rigning fyrir allan peninginn.
Þannig leið þessi páskahelgi mín í einmannanum,
en hún verður lengi í minnum höfð
fyrir að hafa verið sú ömurlegasta ever.

Nú er ég komin aftur til vinnu
engan vegin orðin góð af pestinni
og tókst meira að segja að kúgast nokkrum sinnum
í míkrafóninn í morgun. ...... með allt í botni.
Smart.
Þetta var nú meiri hvíldin eða hitt þó heldur.

Er komin með ógeð á því að vita ekkert hvað gerist næst
á þessu sukk og svindlbæli helvítis
og pirra mig á fólki sem kemur með aulalausnir
og segir að þetta sé ekkert mál.
Nei, mig langar ekki að láta lýsa mig gjaldþrota.
Mig langar bara að fá að komast út til náms,
þegar ég loksins hef til þess frelsi...........
eða þannig - Æ, gleymum þessu bara.

Ég er í stórkostlegri fýlu
og hleyp dag og nætur um með svörtum hundum
ofan í skítaskurðum með bröttum börmum.

Ég er reið,
ég er sár,
ég er svekkt
og ég neita að klessa á mig Pollýönnu brosi og hugsun
og láta eins og ekkert sé -
ÉG BARA Á ÞETTA EKKI SKILIÐ!
Andskotinn.

Það er engin dyggð að vera góður, heiðarlegur
og/eða duglegur í þessu lífi.
Maður uppsker bara þurrar aftanítökur
af samferðamönnum og lífinu sjálfu.
Fokk!

miðvikudagur, apríl 08, 2009

páskaraunir

Nú sigli ég seglum þöndum
inn í páskaleti dauðans
þar sem ekkert mun vera gert
nema sofa, lesa bækur og glápa á bíó.
Rétt svo að ég nenni að kaupa inn matvöru
þar sem ég efast um að hún verði snædd.
Spurning hvort ég geti líka orðið mér úti um
þvaglegg og eitt stykki stóma.......?

Gleðilega páska!

mánudagur, apríl 06, 2009

diskófönn

Sá fólk um helgina
sem ég hef ekki séð í meira en 20 ár.
Hló alveg hrikalega mikið,
dansaði meira
og gerði mig örugglega að fífli
oftar en einu sinni
og oftar en tvisvar.

Þetta var hrikalega gaman
en mikið óskaplega
eldist fólk misjafnlega vel - og illa.

fimmtudagur, apríl 02, 2009

Bíóraunir

Horfði á kvikmyndina Philadelphia í gærkveldi.
Hef ekki séð hana síðan u.þ.b. 1994.
Tárin byrjuðu snemma að renna......
og þegar myndin endaði, var ég komin með ekka.

Það voru margar tilfinningar sem brutust um í mér
og flestar í mótsögn við hvor aðra.

Ég held alltaf að ég sé búin að gráta,
en þá græt ég bara meira.
Söknuðurinn minnkar ekki með tímanum - því miður
hann verður bara meiri.

En það er samt gott að gráta
svo lengi sem maður getur hætt.