Ég sé ekki leiðir.
Finnst ég vera stödd í dimmum gangi
sem teygir sig endalaust inn í framtíðina
og enginn er hann glugginn.
Ég fæ engin svör frekar en aðrir
og ég veit ekki hvert líf mitt stefnir.
Á ég að selja - eða ekki........
get ég yfirhöfuð selt?
Ef ég næ að selja og tek peningana úr landi
verður þá eitthvað úr þeim?
...nei alveg rétt,
ég má ekki einusinni taka mína eigin peninga úr landi.
En........
Er ástandið eitthvað betra annarsstaðar?
Er ekki heimurinn að fara á hausinn?
Á ég að taka tilboði sem ég fékk
um að ákveðnir einstaklingar taki að sér
að kveikja í rándýra Opelbílnum.........
nei, alveg rétt -
ég fengi aldrei nema helminginn úr tryggingunum
því það er raunvirði skrjóðsins
samt hafa tryggingarnar hækkað.
Hvað er í alvörunni að gerast?
Hvernig endar þetta allt saman?
Hvað er verið að gera til að bæta ástandið?
Er eitthvað verið að vinna í því yfirhöfuð?
Eru hreinlega til einhverjar lausnir á vandanum?
Skil ég það svo rétt að 18 ára skólastúlkan
verði rukkuð um rúman 17.000 kall 1.ágúst
vegna þess að á heimilinu er sjónvarp?
(sem n.b. ég kem þá til með að þurfa að greiða)
Er hægt að vera með 10.000 manns á atvinnuleysisbótum....
eða 20.000 eins og spáð er fyrir um með vorinu......?
Getur öll þjóðin bara sest á skólabekk og "lifað" á námslánum?
Koma lánin okkar til með að lækka einhverntíma
krónan að hækka,
eða missum við öll aleiguna
og verðum gjaldþrota þjóð?
Bara spurning um hvenær er það ekki?
Það er einfaldlega andstyggileg tilfinning
að vera um það bil að missa það litla sem maður á
og hefur unnið hörðum höndum fyrir......
og vegna hvers?
Jú, eitthvað pakk úti í bæ var að rugla með peningana þína
á meðan að þeir sem áttu að fylgjast með
boruðu rólega í rassinn á sér.
Svo situr eitthvað andskotans lið og barmar sér
yfir að hafa tapað einhverjum milljónum
sem það átti í hlutabréfum.
Hvað með okkur sem höfum aldrei átt milljón,
ekki einu sinni 200 þúsund kall,
en það litla sem við eigum
er í raun ekki okkar lengur
og fyrir utan það einskis virði.
Ég vil fá einhver svör!
Hversu margir haldið þið að gefist upp þessa dagana
og hreinlega láti sig hverfa úr þessu jarðlífi?
Hefur einhver pælt í því?
Fjölskyldufeður setjast undir stýri með líftrygginguna í huganum
og vegna hvers????
ÉG VAR EKKI AÐ EYÐA UM EFNI FRAM
OG ÉG VAR EKKI GRÁÐUG!!!
Svo hefur fólk orku til að mótmæla ruglinu á Gaza.
Ég man ekki annað en að þar hafi alltaf verið slátrun og óöld.
Ekki að ég sé fylgjandi því - bara ekki á mínu valdi að breyta því.
Helvítis fokking fokk!