Á gervihnattaöld
Tíminn líður hratt,
allt of hratt fyrir mína parta.
Kominn meira en miður júní og ég búin ad vera í Danaveldi í 7 mánuði,
það er meira en hálft ár - jahérnahér, finnst ekki svoooo langt síðan ég lenti.
Í maí var ég orðin spennt fyrir danska vorinu sem búið var að lofa mér,
það kom bara aldrei.
Að vísu spruttu hér laukar og göluðu gaukar.......
en hitastigið var á við íslenskt haust og rigning og rok settu svip sinn á ....mig.
Kom síðar í ljós að ekki bara var síðastliðinn vetur
sá kaldasti og harðasti í Danmörku í 14 ár,
maí mánuður var sá kaldasti í 13 ár.
Hvað er málið?
Ég er ein af þeim mannverum sem þrífast illa í kulda,
enn verr í myrkri og ekki svo vel í bleytu og roki.
Enda var ég alltaf einkar illa staðsett uppi á Íslandi
veðurfarslega séð
og átti fyrir löngu að vera flutt eitthvert annað.
Kannski aðeins meira suður á bóginn,
en aðstæður höguðu því þannig að ég fluttist hingað -
til Köben.
Ekki það að mér finnst ýmislegt ljúft í Danmörku,
gott að geta hjólað allt, (þó svo að ég sakni stundum bílsins)
fíla tempóið, stressleysið, byggingarnar, söguna
og bara það að búa yfirhöfuð í borg, en ekki bæ.
Hinvegar er ég ekkert yfir mig skotin í veðrinu,
baðherbergisleysinu, blankheitunum, vinnunni og vinaleysinu.
Köben er einnig ekkert líflegri en Reykjavík þegar tíðin er slæm,
þó svo að mikill munur sé á borgarbragnum
þegar sólin glennir sig og hitinn stígur.
Þá verður allt svo auðvelt og gaman -
líka að hjóla í vinnuna.
En danir eru ekki rassgat ligeglade
og eru reyndar frekar lokaðir og merkilegir með sig.
Erfitt er að nálgast þá og kynnast þeim.
Að vísu eru þeir ágætir við túristana
þ.e. þegar þeir eru í glasi,
en þeir eru ekkert endilega ágætir við útlendinga sem búa í landinu þeirra.
Húmorinn er allt annar en okkar
og þeir eru uppteknir af að skera sig ekki úr.
Ef þú svo skerð þig úr, færðu sko að heyra það .......
"Hver heldur þú að þú sért? Þú skalt ekki halda að þú sért eitthvað betri en ég".
Þeir eiga erfitt með að samgleðjast öðrum þegar vel gengur
því þeir gætu líka alveg gert þetta - ef þeir bara vildu.
Jantelov.
Þeir eru þó ágætir þegar maður loks kemst inn fyrir grímuna,
en samt alltaf örlítið lokaðir og fjarlægir.
Iss.
Núna er ég bara á kvörtunni.
Ég held að ég sé í tilvistarkreppu.
Ég nenni bara ekki að lifa til að vinna.....
eða sem sagt lifa til þess eins að borga reikninga.
Eins og staðan er núna
snýst líf mitt um að klára daginn
og svo kemur næsti dagur.
Ég er 43 ára goddamitt.
Einhvernveginn hélt ég að þetta yrði öðruvísi.
Ég get bara ekki að því gert
ég tel mig bara vera of vel gefna og hæfileikaríka
til að vinna sem spriklkennari á lágmarkslaunum.
Orðin líka þetta fullorðin.......
Ég hef haft mikið fyrir lífinu hingað til
og finnst ég einfaldlega oft vera komin aftur á byrjunarreit
Ef ég bara vissi hvað mig langaði að gera......
og ef ég bara sæi einhverja aðra möguleika í stöðunni.
But, beggars can't be choosers.
Stundum langar mig líka bara að gera ekki neitt.
Vera bara letingi og bora í rassgatið á mér allan daginn.
Ekki að það myndi endast lengi -
ég þekki nú sjálfa mig.
En þetta líf sem ég lifi núna,
þrátt fyrir að vera annað líf en ég lifði fyrir hálfu ári síðan
er samt bara ekki svo breytt - og bara ekki nógu ljúft.
Það er að sjálfsögðu bara mér sjálfri að kenna,
engum öðrum.
En það segir manni líka að þú flýrð ekki sjálfan þig.
Stundum finnst mér ég vera komin aftur til fortíðar
þar sem ég bjó í lítilli kaldri og sjabbý holu,
átti ekki bót fyrir boruna á mér
og þurfti að þræla mér út í vinnu sem var mér ekki þóknanleg
einfaldlega til að eiga fyrir salti í grautinn....... og ekkert meira en það.
Ekki beint það sem ég ætlaði mér þegar ég hélt af stað í ævintýrið.
Ég hélt virkilega að ég myndi fara að lifa meira og strita minna.
En í minni vinnu er mér borgað fyrir þá tíma sem ég vinn,
ég hef engan rétt á launuðu fríi og ekki má ég vera veik.
Ég hamast við að sanka að mér tímum svo ég skríði upp fyrir lágmarkslaun
en tekst það sjaldnast þrátt fyrir að vera alltaf að.
Það eina sem ég uppsker með því er gífuleg þreyta
og líkami sem er í tómu tjóni.
Helmingurinn af laununum fer svo upp á sker til að borga allt sem þar er.
Restin fer í Fakta og Nettó.
Engir tónleikar, bíó...... og hvað þá leikhús.
Engin ferðalög
(eins og ég var búin að sjá fyrir mér,
ódýr skrepp hingað og þangað um Evrópu)
Ennþá er spagettí og egg í matinn
og rómantík......
eins og ég hef alltaf sagt
á erfitt uppdráttar í blankheitum og slæmri tíð.
Það eru bara unglingar og vitleysingar sem geta látið það ganga upp.
En ég hef ekki rassgats hugmynd um hvað ég á að verða
þegar þegar ég er orðin stór,
en veit bara að ég hef ekki efni á að fara í skóla
og eins og ég sagði að ofan...
tíminn líður hratt.
Kannski flyt ég bara til Thailands og flyt þar inn íslenska túrista?
Hvur veit?
En, júnímánuður stefnir í einn þann skítlegasta í manna minnum
þannig að hver veit nema ýmis ný veðurmet verði sett hér þetta sumarið.
Ef svo fer,
er ekki séns að ég lifi af annan vetur eins og þann síðastliðna.
Lífið er ekki bara leikur
og ástin er ekki dans á rósum uppi á bleikum skýjum.
Raunveruleikinn er oft eins og gamall ullarsokkur
sem maður neyðist til að nota aftur og aftur
auk þess sem maður reynir endalaust að finna nýjar leiðir
til að hafa gaman að honum.
Sokkabrúður eru bara ekki fyndnar.
Ég ætla annars rétt að vona að þessi fýla verði rokin úr mér
þegar að júlímánuður dúkkar upp.
Aloha vera.
allt of hratt fyrir mína parta.
Kominn meira en miður júní og ég búin ad vera í Danaveldi í 7 mánuði,
það er meira en hálft ár - jahérnahér, finnst ekki svoooo langt síðan ég lenti.
Í maí var ég orðin spennt fyrir danska vorinu sem búið var að lofa mér,
það kom bara aldrei.
Að vísu spruttu hér laukar og göluðu gaukar.......
en hitastigið var á við íslenskt haust og rigning og rok settu svip sinn á ....mig.
Kom síðar í ljós að ekki bara var síðastliðinn vetur
sá kaldasti og harðasti í Danmörku í 14 ár,
maí mánuður var sá kaldasti í 13 ár.
Hvað er málið?
Ég er ein af þeim mannverum sem þrífast illa í kulda,
enn verr í myrkri og ekki svo vel í bleytu og roki.
Enda var ég alltaf einkar illa staðsett uppi á Íslandi
veðurfarslega séð
og átti fyrir löngu að vera flutt eitthvert annað.
Kannski aðeins meira suður á bóginn,
en aðstæður höguðu því þannig að ég fluttist hingað -
til Köben.
Ekki það að mér finnst ýmislegt ljúft í Danmörku,
gott að geta hjólað allt, (þó svo að ég sakni stundum bílsins)
fíla tempóið, stressleysið, byggingarnar, söguna
og bara það að búa yfirhöfuð í borg, en ekki bæ.
Hinvegar er ég ekkert yfir mig skotin í veðrinu,
baðherbergisleysinu, blankheitunum, vinnunni og vinaleysinu.
Köben er einnig ekkert líflegri en Reykjavík þegar tíðin er slæm,
þó svo að mikill munur sé á borgarbragnum
þegar sólin glennir sig og hitinn stígur.
Þá verður allt svo auðvelt og gaman -
líka að hjóla í vinnuna.
En danir eru ekki rassgat ligeglade
og eru reyndar frekar lokaðir og merkilegir með sig.
Erfitt er að nálgast þá og kynnast þeim.
Að vísu eru þeir ágætir við túristana
þ.e. þegar þeir eru í glasi,
en þeir eru ekkert endilega ágætir við útlendinga sem búa í landinu þeirra.
Húmorinn er allt annar en okkar
og þeir eru uppteknir af að skera sig ekki úr.
Ef þú svo skerð þig úr, færðu sko að heyra það .......
"Hver heldur þú að þú sért? Þú skalt ekki halda að þú sért eitthvað betri en ég".
Þeir eiga erfitt með að samgleðjast öðrum þegar vel gengur
því þeir gætu líka alveg gert þetta - ef þeir bara vildu.
Jantelov.
Þeir eru þó ágætir þegar maður loks kemst inn fyrir grímuna,
en samt alltaf örlítið lokaðir og fjarlægir.
Iss.
Núna er ég bara á kvörtunni.
Ég held að ég sé í tilvistarkreppu.
Ég nenni bara ekki að lifa til að vinna.....
eða sem sagt lifa til þess eins að borga reikninga.
Eins og staðan er núna
snýst líf mitt um að klára daginn
og svo kemur næsti dagur.
Ég er 43 ára goddamitt.
Einhvernveginn hélt ég að þetta yrði öðruvísi.
Ég get bara ekki að því gert
ég tel mig bara vera of vel gefna og hæfileikaríka
til að vinna sem spriklkennari á lágmarkslaunum.
Orðin líka þetta fullorðin.......
Ég hef haft mikið fyrir lífinu hingað til
og finnst ég einfaldlega oft vera komin aftur á byrjunarreit
Ef ég bara vissi hvað mig langaði að gera......
og ef ég bara sæi einhverja aðra möguleika í stöðunni.
But, beggars can't be choosers.
Stundum langar mig líka bara að gera ekki neitt.
Vera bara letingi og bora í rassgatið á mér allan daginn.
Ekki að það myndi endast lengi -
ég þekki nú sjálfa mig.
En þetta líf sem ég lifi núna,
þrátt fyrir að vera annað líf en ég lifði fyrir hálfu ári síðan
er samt bara ekki svo breytt - og bara ekki nógu ljúft.
Það er að sjálfsögðu bara mér sjálfri að kenna,
engum öðrum.
En það segir manni líka að þú flýrð ekki sjálfan þig.
Stundum finnst mér ég vera komin aftur til fortíðar
þar sem ég bjó í lítilli kaldri og sjabbý holu,
átti ekki bót fyrir boruna á mér
og þurfti að þræla mér út í vinnu sem var mér ekki þóknanleg
einfaldlega til að eiga fyrir salti í grautinn....... og ekkert meira en það.
Ekki beint það sem ég ætlaði mér þegar ég hélt af stað í ævintýrið.
Ég hélt virkilega að ég myndi fara að lifa meira og strita minna.
En í minni vinnu er mér borgað fyrir þá tíma sem ég vinn,
ég hef engan rétt á launuðu fríi og ekki má ég vera veik.
Ég hamast við að sanka að mér tímum svo ég skríði upp fyrir lágmarkslaun
en tekst það sjaldnast þrátt fyrir að vera alltaf að.
Það eina sem ég uppsker með því er gífuleg þreyta
og líkami sem er í tómu tjóni.
Helmingurinn af laununum fer svo upp á sker til að borga allt sem þar er.
Restin fer í Fakta og Nettó.
Engir tónleikar, bíó...... og hvað þá leikhús.
Engin ferðalög
(eins og ég var búin að sjá fyrir mér,
ódýr skrepp hingað og þangað um Evrópu)
Ennþá er spagettí og egg í matinn
og rómantík......
eins og ég hef alltaf sagt
á erfitt uppdráttar í blankheitum og slæmri tíð.
Það eru bara unglingar og vitleysingar sem geta látið það ganga upp.
En ég hef ekki rassgats hugmynd um hvað ég á að verða
þegar þegar ég er orðin stór,
en veit bara að ég hef ekki efni á að fara í skóla
og eins og ég sagði að ofan...
tíminn líður hratt.
Kannski flyt ég bara til Thailands og flyt þar inn íslenska túrista?
Hvur veit?
En, júnímánuður stefnir í einn þann skítlegasta í manna minnum
þannig að hver veit nema ýmis ný veðurmet verði sett hér þetta sumarið.
Ef svo fer,
er ekki séns að ég lifi af annan vetur eins og þann síðastliðna.
Lífið er ekki bara leikur
og ástin er ekki dans á rósum uppi á bleikum skýjum.
Raunveruleikinn er oft eins og gamall ullarsokkur
sem maður neyðist til að nota aftur og aftur
auk þess sem maður reynir endalaust að finna nýjar leiðir
til að hafa gaman að honum.
Sokkabrúður eru bara ekki fyndnar.
Ég ætla annars rétt að vona að þessi fýla verði rokin úr mér
þegar að júlímánuður dúkkar upp.
Aloha vera.