sunnudagur, ágúst 30, 2009

Breytingaraunir

Allt að skýrast
og ýmis teikn komin á loft
sem vísa í tilvonandi brottför mína af skerinu.

Komin með leigjanda að íbúðinni
og er bjartsýn á að mér verði sleppt úr vinnu
fyrr en ætlað var,
gætum verið að tala um nóvembermánuð.

Nú þarf að ráðast í pappírskukl,
en verð að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um
hvað þarf að gera til að flytja úr einu landi
og inn í annað.
Svo langt síðan síðast.

Ætli það þurfi ekki að færa til búsetu?
Sækja um skattkort
og annað "skemmtilegt"

Ég ætla að kippa einhverju smálegu með mér út
eins og einni sleif eða svo,
en þá er það spurningin.......
hvort borgar sig að senda þetta með bátnum yfir,
eða borga yfirvigt í fljúgimaskínuna?

Aðalverkefnið verður þó að finna vinnu
því það þarf jú að halda áfram að borga skuldirnar
sem á mann eru lagðar á þessu bjánabóli,
en því næst að koma sér í skóla og verða loks að manni.
Neita samt að verða fullorðin,
sú vinna getur beðið.

Ég hlakka til að fara héðan
í afslappað danaveldi,
leggjast í faðm á manni sem elskar mig
og finnst ég best í heimi
og hjóla.

Þetta verður ekki átakalaust
og ég er alveg raunsæ og með opin augun,
en þetta verður í það minnsta ævintýri
og enn einn kaflinn í bók lífs míns.

3 Comments:

Anonymous baun said...

yfirvigtin er 1500 kall per kíló, það getur varla borgað sig..

9:22 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú færð allar upplýsingar um hvað þú þarft að gera á skrifstofu Norræna félagsins við Óðinstorg eða á Halló Norðurlönd! http://www.hallonorden.org/forside/ice/forside.aspx

12:33 e.h.  
Anonymous gvv said...

Eg hef gengid thessa thrautagongu svo thu getur sent mer post ef thig vantar rad.

3:34 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home