mánudagur, júní 30, 2008

Raunir 18

Ættarmóti lokið.

Hef ég sjaldan hlegið jafn mikið
eða verið jafn kalt.
En ég var formlega ættleidd
og á nú þrjú stykki "slekt"
ekki amalegt það.

Stundum verð ég þó svo hissa á okkur Íslendingum.

Ískalt regnið lemur okkur í bak og fyrir
ásamt tilheyrandi roki og djöfulgangi,
en samt kúldrumst við í tjöldum,
sannfærum okkur um að það sé VÍST sumar
og hlæjum að öllu saman
íklædd fjórum lögum af ullarfatnaði.

Þetta var ótrúlega gaman
og vel þess virði,
þrátt fyrir að nú sé gamalt vandamál
búið að taka sig upp í kjölfarið.

Ég er komin með kristallaflakk í eyrað
og er nú aftur eins og belja á svelli
með sjóriðu dauðans!

Acchh...
síðast var ég svona í mánuð.
Hlýt að geta þolað nokkra daga,
en læknimaðurinn er víst í fríi.

Er samt ekki viss um
að ég leggi aftur á mig tjaldlegu í sumar.
Húsvagn eða hótel takk,
mín er nebblega baunaprinsessa.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já, landinn er skemmtilega jákvæður þegar kemur að útilegum. Þetta er samt gaman, en eyrað þitt er greinilega ekki skemmtilegt. Er ekkert hægt að gera? kveðja, Gulla Hestnes

11:48 f.h.  
Blogger Syngibjörg said...

geri ráð fyrir að þú sért búin að læra að kasta til höfðinu?

1:53 e.h.  
Blogger Blinda said...

Já, þetta var skemmtilegt,þókalt væri og hráslaglegt. Nei eyrað er til leiðinda.

Nei, syngibjörg, það er nefnilega málið - þetta var svo flókið að ég náði ekki að leggja það á minnið :-( Nú þarf ég bara að vera "full" alla daga.

2:11 e.h.  
Blogger Kristín said...

úff, það á allt heilvita fólk að átta sig á því að það gengur ekki að eiga við heilbrigðisvandamál að stríða á miðju sumri.

2:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

úff ættarmót á barasta að halda á fínum hótelum.

3:08 e.h.  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

En að taka þau bara af?

6:08 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hótel, játakk, ég get vel lifað án tjaldútilega!

7:09 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home