Raunir 79
Það er lítið annað að gera núna
en að leyfa sér að gráta.
Gráta alla sem ég hef misst á einu ári,
enda eiginlega kominn tími á það.
Byrjaði á leiðinni frá Keflavík,
tók svo smá leikþátt í vinnunni -
en get nú leyft mér að halda áfram.
Mér finnst lífið hart, frekt og óréttlátt.
Langar mest að öskra,
það bara hefur ekkert upp á sig
en gráturinn hreinsar.
Svo snýtir maður sér
réttir úr bakinu
og heldur áfram.
Það skal koma betri tíð.
en að leyfa sér að gráta.
Gráta alla sem ég hef misst á einu ári,
enda eiginlega kominn tími á það.
Byrjaði á leiðinni frá Keflavík,
tók svo smá leikþátt í vinnunni -
en get nú leyft mér að halda áfram.
Mér finnst lífið hart, frekt og óréttlátt.
Langar mest að öskra,
það bara hefur ekkert upp á sig
en gráturinn hreinsar.
Svo snýtir maður sér
réttir úr bakinu
og heldur áfram.
Það skal koma betri tíð.
6 Comments:
Elsku kjeddlingin, ég græt með þér, en það kemur betri tíð, sannaðu til. Kær kveðja, Gulla Hestnes
Knús og enn stærra knús til þín.
Það á bara ekki lifandi af þér að ganga en kannski er botninum náð. Ég vona allavega að allt gangi þér í haginn.
Það kemur betri tíð. Vonandi fljótt... Knús!
XXX
krútta mín, það koma svona dagar... en það koma líka margir góðir dagar...
Skrifa ummæli
<< Home