Raunir 75
Nú styttist víst í jólin.
Það bera auglýsingarnar
og skrautið í búðunum með sér.
Ég er ekkert sérstaklega spennt fyrir jólunum,
ekki það að ég hafi nokkurn tíma verið mikið jólabarn,
en núna ber svo við
að ég veit ekkert hverig jólin verða eða eiga að vera.
Útlendingurinn verður í Danmörku
og þar sem hann verður heimilslaus
er ekki um að ræða að skreppa þangað
jafnvel þó manni áskotnuðust pjéningar til fararinnar.
Hann sömuleiðis í skotsilfurskorti
og gæti ekki hoppað hingað heldur þó hann vildi.
Unglingurinn verður líklega ekki á landinu.
Mamma gamla er orðin ein í koti.
Það er allt einhvernveginn öfugsnúið og bjánalegt.
Maður er bara ekkert svakalega glaður.
Auk þessa
er maður auralaus og vitlaus
og andlaus ofan í allt saman
og getur því ekki einu sinni föndrað.
Sé ekki fyrir mér að geta verslað inn mat og drykk
nema bara þetta venjulega í Bónus.
En þetta er auðvitað raunveruleiki margra í dag.
Draumurinn væri
að geta farið burt
og eytt hátíðunum á skíðum
eða á hvítri strönd
en það er eins og ég segi
draumur.
Þetta líður víst allt eins og allt annað
og áður en maður veit af
er þetta allt búið.
Whatever will be will be.........
en mér finnst að það ætti að banna spilun á jólalögum
þar til í fyrsta lagi 1. desember.
Það bera auglýsingarnar
og skrautið í búðunum með sér.
Ég er ekkert sérstaklega spennt fyrir jólunum,
ekki það að ég hafi nokkurn tíma verið mikið jólabarn,
en núna ber svo við
að ég veit ekkert hverig jólin verða eða eiga að vera.
Útlendingurinn verður í Danmörku
og þar sem hann verður heimilslaus
er ekki um að ræða að skreppa þangað
jafnvel þó manni áskotnuðust pjéningar til fararinnar.
Hann sömuleiðis í skotsilfurskorti
og gæti ekki hoppað hingað heldur þó hann vildi.
Unglingurinn verður líklega ekki á landinu.
Mamma gamla er orðin ein í koti.
Það er allt einhvernveginn öfugsnúið og bjánalegt.
Maður er bara ekkert svakalega glaður.
Auk þessa
er maður auralaus og vitlaus
og andlaus ofan í allt saman
og getur því ekki einu sinni föndrað.
Sé ekki fyrir mér að geta verslað inn mat og drykk
nema bara þetta venjulega í Bónus.
En þetta er auðvitað raunveruleiki margra í dag.
Draumurinn væri
að geta farið burt
og eytt hátíðunum á skíðum
eða á hvítri strönd
en það er eins og ég segi
draumur.
Þetta líður víst allt eins og allt annað
og áður en maður veit af
er þetta allt búið.
Whatever will be will be.........
en mér finnst að það ætti að banna spilun á jólalögum
þar til í fyrsta lagi 1. desember.
3 Comments:
Tek undir þetta með jólalagaspilunina. Man vel frá í fyrra að þú virðist ekki vera sérstakt jólabarn, en ég vona samt að þú finnir fyrir þeim þegar nær dregur. Kærust kveðja. Gulla Hestnes
bara eitt í stöðunni - vera rassfull öll jólin
dudda sér við að kreista alkóhól út úr sem flestu, skella í sig kardimommum og gömlu ilmvatni, sía skóáburðinn í gegnum rúgbrauð og eima sprittið. þarf ekki líka að fara að leggja í jólarauðvínið ef það á að verða tilbúið fyrir jól...
fí
Ó ég mun finna fyrir þeim Gulla - bara spurning hvernig tilfinning það verður ;-)
Þú segir nokkuð fía- og á ég að standa í þessum gjörningum ein á sófanum - eða verðurðu með í ruglinu? (held að við séum of seinar að leggja í rautt)
Skrifa ummæli
<< Home