miðvikudagur, maí 06, 2009

Sundraunir

Ég verð að játa
að mér finnst ekkert æðislegt
að fara í sund.

Kenni ég þar m.a. um uppeldi
sem miðaði að því
að minna mig á líkamsvessa,
húð og hárflögur
og annað skemmtilegt
sem í laugunum flýtur,
en einnig er mér illa við klór
vegna þess að hann fer illa
með hár mitt og húð.

Svo kann ég nánast ekkert að synda,
heldur lummast þetta á bringunni
eins og gömlurnar - mínus hettu
og gleypi alltaf hálfa sundlaug
í hverri ferð.

Þó kemur fyrir að mig langar í pottinn
einkum vegna verkja og eymsla í skrokki,
en einnig til að leyfa sólinni
að skína aðeins á grátt inniandlitið
ásamt því að lagfæra nokkra þurrkubletti
sem komu illa undan vetri.

Samt er það nú svo
að þegar upp renna dagar eins og í dag
með sól í heiði og svo til engan vind
er ég alltaf gripin óundirbúin,
loðin eins og rotta
og í mánaðarlegu leiðindunum.

Ég held ég neyðist hreinlega
til að fara í ljós.

Slepp þá a.m.k. við klórlyktina
og þráhyggjuskrúbbið eftirá.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ég get alveg farið í sund, en Bláa Lónið,,,,,,,,,,,,oj bara... gleymi því ekki þegar við Siggi ætluðum að eiga þar rómó stund, hann teygði sig eftir gumsinu á botninu til að maka framan í sig.....OG ÞAÐ VAR ALLT FULLT AF LÖNGUM SVÖRTUM HÁRUM........OJJJJJJJ

kv. áá

12:04 f.h.  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Ojjj,,nú fer ég ekki í Bláa Lónið!

Ég er alltaf hræddust við að fá hor upp í mig þegar ég fer í sund því það hefur gerst allt of oft.Ég fæ hroll núna.Því kveð ég bara.Farðu bara í ljós:)

3:20 f.h.  
Blogger Blinda said...

Sammála báðar tvær, þ.e. Bláa Lónið og horið.

Hafdís vinkona var nú einu sinni að grufla með tánum í botninum á BL og það var eitthvað voða notó og mjúkt - svo greip hún utanum það með tánum og lyfti upp - þar var kominn túrtappi.

En hor og svoleiðis nokk - BL eða sund.... uugghh, bara meika það ekki!!

8:54 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home