fimmtudagur, júní 05, 2008

Raunir 4

Sat og horfði með öðru auganu á Dynasty í gær.
Fannst fyndnast að ég skildi muna
eftir karakterum
og jafnvel nöfnum um leið og ég sá þau,
eða heyrði.

Man líka hvað okkur systkinunum
fannst Blake Carrington
alltaf líkur pabba,
eeeeef pabbi væri með grátt hár.....

HAHAHA!
Núna er gamli með hvítt hár
og lítið af því
en ekki lengur líkur Blake.

Mér fannst tískan dásamleg í þáttinum
og skemmti mér vel við að horfa á lúkkið.
Hárgreiðslurnar voru líka dúndur.

Það rifjaðist þó upp fyrir mér
að við vorum svo heppin á sínum tíma
því pabbi fékk alla þættina í einu á spólum
sem einhver félagi hans tók upp í útlandinu.

Því vorum við búin að horfa á allt dótið
og það í einum rikk
þegar það loks skilaði sér í sjónvarpið hér heima.
Gaman að því.

En þetta var skemmtilegt flashback
og ætli mér reiknist ekki til
að ég hafi verið svona 16 eða 17 ára
þegar Dynasty æðið gekk yfir.

Þá var ég ekki enn orðin feitabolla
og því alls ekki fyrrverandi.... svo
þessi færsla er svindl.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ég á voða erfitt með að sjá þig fyrir mér feita.

en Dynasty horfði ég aldrei á, hlýt að hafa búið í útlöndum á þessum tíma. græt það lítt.

3:56 e.h.  
Blogger Blinda said...

Haha- já, enda var það stutt tímabil á minni ævi - og flestir muna ekkert eftir þessu.
Nei, Dynasty var költ á þessum tíma. Ekki ætla ég að fara að leggjast í gláp á þessu aftur.

4:03 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home