þriðjudagur, júní 03, 2008

Raunir 2

Árið er ca 2002.
Ég er orðin grönn, glæsileg og einstök kona
og hef leyfi til að gera hvað sem ég vil.
Ok - næstum því hvað sem ég vil.
En.
Það þýðir að ég má t.d. kyssa nýja stráka
og jafnvel sofa hjá þeim ........ ef ég vil.

Ég þarf meira segja ekki að brölta með þá
heim til mömmu og pabba eins og í den.
Ég á mína eigin íbúð!
Býður upp á marga nýja möguleika.

Ekkert pukur, ekkert leynimakk
og ég þarf ekki að henda ræflinum út,
áður en gamli vaknar og fer fram að pissa.
(Assgoti hefur hún dóttir mín það gott)

Einnig var mér frjálst að gista þar sem mér sýndist
án þess að spyrja kóng né prests leyfis.
En...

What to do - what to do.....?
Ég er eins og krakki í nammibúð.

Það er einungis eitt lítið vandamál.
Ég er orðin pínu ryðguð
í viðreynslum og daðri og öðrum hlutum,
en fuss!
Er þetta ekki bara eins og að hjóla?
Setjast í hnakkinn og ..........
tjah - svipað.

Einnig er ég hálf-áttavilt varðandi aldur
þar sem að ég var síðast í þessum leikjum
í kringum 18 ára aldurinn,
en það er ekki um neitt annað að ræða,
en að láta vaða.
Skítt með þó að einstaka ungmenni lendi í valnum.
Ég þarf jú að vinna upp glataðan tíma.

Var þó einu sinni beðin um pening í strætó að morgni.
Það var eilítið óþægilegt.
Gott ef ég þurfti ekki að skeina honum líka.
Byrjendamistök.

Sumt var ljúft
annað - ekki svo ljúft.
Einhver snillingurinn taldi
að þegar í bólið væri komið
hæfist keppni í acrobatic
og stigakeppni í stellingarfræðum.
Hræðilegt.
Þar sem ég hentist um í loftköstum
og vissi engan vegin hvað sneri upp eða niður lengur
gat ég ekki annað en spurt sjálfa mig:
"Jahá, er það svona sem maður gerir þetta í dag?"
Hann fékk ekki símanúmerið.

Þetta árið var allnokkuð um ups and downs,
-pun intended-
og ég komst að dálitlu varðandi sjálfa mig.

Ég fíla ekki kynlíf með ókunnugum,
ég fíla ekki kynlíf án tilfinninga
og allt of margir karlmenn eru fávitar í rúminu.

Fyrst hélt ég að ég þyrfti bara að færa mig upp um aldur.
Þetta væri bara ungæðingsháttur
og reynsluleysi - en nei.
Oftar en ekki voru þeir eldri bara verri
og í ofanálag með barn í maganum
og stærri brjóst en ég.

Fattaði líka ekki hvatningargæjana
sem þurfa á við heilt stuðningslið til að hvetja þá til dáða
og sannfæra um hversu frábærir þeir eru
til að klára dæmið.
Hvílík sjálfselska.

Þetta ár hefur verið skjalfest
sem ár uppákoma
og er mér endalaus uppspretta hláturs.
Ég kom, ég sá - ég fór heim.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

til lukku með nýju síðuna, líst vel á:)

(og kynlíf án tilfinninga er bara kynfæralíf)

9:17 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Kynfæralíf! Þið eruð dásamlegar. Gulla Hestnes

11:18 e.h.  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

heyrðu, ég tók eftir því bara núna að það er ný byrjun á síðunni, til hamingju með hana:)
Ég sá póstinn þinn bara núna enda fór hann á eldgamalt póstfang en ég fékk skammstafirnar og segi bara BJAKK!
En kynlíf eða kynfæralíf eins og Baun segir er bara ekkert skemmtilegt eða það finnst mér allavega.

11:24 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert alveg kostuleg :) Ekki leiðinlegt að þetta sé lesefnið manns rétt fyrir 7:00 á morgnana

Kveðja
Elskandi fáviti og co- owned hálviti

6:41 f.h.  
Blogger Guðjón Viðar said...

Brevior saltare cum deformibus viris est vita

12:19 e.h.  
Blogger Blinda said...

Takk baunsa :-) og kynfæralíf er einmitt orðið sem mig vantaði. Það er hins vegar lif sem ég hef lítinn áhuga á að lifa.

Jebb Swany - bjakk!

Hvað ertu að lesa svona óþverra snemma að morgni fávitabarn!! Veistu ekki að þetta skemmir sálarlíf þitt??

Er þetta bein þýðing guðjón? Langt síðan ég var í latínu sko - eh um 20 ár!!!

4:02 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

þetta er ógeðslega fyndið - og kynfæralíf er töff orð

12:58 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home